Úrval - 01.03.1965, Side 21
HEIMSÓKN ELÍSABETAR FRY ...
19
kvæmd þessarar tilraunar og þar
aS auki myndu þær áreiðanlega
særa tilfinningar hennar á alla
lund.
En hún gafst samt ekki upp. Hún
náði saman 10 vinkonum sínum,
sem allar voru kvekaratrúar sem
hún, og þær mynduðu Kvennanefnd
Ne’Wgatefangelsisins. Þær skuld-
bundu sig til þess að skiptast á um
að fara daglega til fangelsisins til
þess að kenna konunum, leggja fram
fjármagn fyrir efni, sjá um sölu
þeirra muna, sem unnir yrðu, og
að greiða eftirlitskonu laun, en
hún skyldi dvelja meðal kvennanna
jafnt að nóttu sem degi.
Á þessu stigi málsins kom eigin-
maður Elísabetar Fry lienni til
hjálpar. Hann vissi, að undir virðu-
legu yfirborði þessarar myndarlegu
37 ára gömlu konu, sló hjarta „ungl-
ingsstúlku“, sem hræddist það að
verða að leita aftur á náðir fangels-
isstjórans og lögreglustjóranna með
beiðni um hjálp. Því bauð hann
þeim heim á hið ríkmannlega heim-
ili sitt, svo að hún gæti rætt þar
við þá þetta vandamál.
Þeir komu þangað, þeir rökræddu
og þráttuðu, þeir löttu liana. . . . og
þeir veittu samþykki sitt.
Fangelsisstjórinn lét hreinsa til
i þvottahúsi fangelsisins, lét hvít-
kalka það og útbúa sem saumastofu.
Þar setti Elísabet á laggirnar þá
stofnun, sem hún kallaði lika
„Skólann". Eftirlitskonur voru
valdar úr hópi fanganna, og skyldi
hver hafa eftirlit með 12 konum,
en enginn lög voru samþykkt né
nokkur eftirlitskona útnefnd, nema