Úrval - 01.03.1965, Síða 23
ÞEFDÝRIÐ MITT, HANN NIKKI
Samskipti barns við dýr,
ern nauðsgnleg og þroskandi.
Eftir Daniel P. Mannix.
AÐIR MINN var yfir-
maður í flotanum og
var því langdvölum að
heiman. Því ólst ég
upp á heimili afa mins
og ömmu i úthverfinu Main Line
í Philadelphiu. Ég átti ekki marga
leikfélaga. Þetta var hverfi herra-
setra. Hverju húsi fylgdi stór lóð
eða jafnvel litil landareign. Þarna
bjó yfirleitt gamalt, efnað fólk, sem
vildi fá að vera i friði með hest-
ana sína, skrautgarða og nálæg
veiðilönd.
Nú á dögum, þegar foreldrarnir
eru nokkurs konar félagar barna
sinna virðist erfitt að gera sér þetta
líf í hugarlund. Um mig sá barn-
fóstra, þangað til ég var orðinn 6
ára gamall, og ég sá yfirleitt ekki
afa minn og ömmu fyrr en á kvöld-
in, þegar farið var með mig til
þeirra til þess að þjóða þeitri góða
nótt.
Svo þegar ég byrjaði að ganga í
skóla, sá ég þau alls ekki fyrr en
um kvöldmatinn. Eftir að ég hafði
svarað kurteislega nokkrum spurn-
ingum þeirra um skólastarfið þann
daginn, borðaði ég matinn minn
þegjandi. Svo lærði ég undir næsta
dag og fór síðan að hátta. Hvorki
þeim afa og ömmu né mér kom
nokkru sinni til hugar, að um ann-
að samband gæti verið að ræða
milli okkar.
Athvarf mitt voru dýrin mín.
Þegar ég var 8 ára gamall, dirfðist
ég að biðja afa og ömmu að gefa
mér górilluapa. Þeim var dálítið
skemmt, og lofuðu mér einhverri
myndarlegri gjöf, ef ég stæði mig
vel í skólanum. Ég lá því yfir bók-
unum sýnkt og' heilagt, en hinum
fáu frítímum mínum eyddi ég i að
strengja snæri á milli stólanna, svo
að apinn hefði eitthvað til þess að
sveifla sér í,
— Catholic Digest —
21