Úrval - 01.03.1965, Síða 24

Úrval - 01.03.1965, Síða 24
22 ÚRVAL En það kom enginn api. Mér voru gefnar tvær angorakanínur, sem þaktar voru mjúkum, hvítum loð- feldi. En þær voru lifandi, og því nægðu þær til þess að hrífa mig. Á hverjum morgni fór ég út að girð- ingunni þeirra til þess að horfa á þær éta salat, gulrætur og hafra. Ég kallaði ailtaf til þeirra, þegar ég steig út á dyraþrepin, og þegar ég var kominn að girðingunni þeirra, biðu þær við hana standandi á afturfótunum og teygðu fram- fæturna til mín tii þess að taka við morgunmatnum sinum. En einn morguninn þegar ég kom til þeirra, sá ég, að girðingin hafði verið rifin niður. Og þarna lágu þær dauðar i grasinu. Þarna var allt fullt af fótsporum eftir luinda, og ég vissi nú hvers kyns var. Einn nágranna okkar leyfði þýzku fjár- hundunum sinuin að flækjast um eftirlitslausum að næturlagi. Ég var sem lamaður, en sótti þó skóflu og gróf fyrstu dýrin mín. Svo fór ég inn að borða morgunmat- inn minn. Ég reyndi við linsoðin eggin, en árangurslaust. Ég fann, að ég var orðinn mikið veikur. Ég fór að gráta. Ég man að ráðskonan okkar, hún Mary Glark, háttaði mig, og amma min spurði hana að því, hvort ég hefði meitt mig. Ég hlýt að hafa verið með óráði um tíma. Síðan kom læknirinn. Nú fyrst hafði ég gert mér grein fyrir þvi, hvað liafði raunverulega gerzt. Amma sagði bara: „Ja, hérna, Danny, og ég sem hélt, að þetta væri eitthvað aivar- Iegt!“ Ég heyrði, að amma sagði við bilstjórann okkar: „En Thomas, láti hann svona út af tveim kanin- um, hvað á hann þá til bragðs að taka, þegar hann fer út í veröld- ina?“ Thomas Kennedy, bílstjórinn okk- ar, ræskti sig, en það var venja hans, þegar hann þurfti að svara erfiðum spurningum, og svo svaraði hann blíðlega: „Hann er eins og gamli maðurinn, frú mín góð,“ en þannig nefndi hann ætíð afa, „mjög viðkvæmur og fínlega gerð- ur, sannir heldrimenn báðir tveir. Guði sé lof, að hann mun aldrei þurfa að vinna fyrir sér.‘ Ég bað afa þess, að kaupa ekki fleiri kanínur handa mér. „Ég ætla aldrei að eiga nein önnur dýr, aldr- ei nokurn tíma,“ sagði ég. „Ég gæti ekki afborið svona lagað aftur.“ Afi sagðist skilja það mæta vel. Afa og ömmu datt aldrei í hug að biðja eiganda hundanna um að hafa hemil á þeim. Þeim fannst, að þau væru þá að skipta sér af hans einkamálum. Þess í stað kom- ust þau á þá skoðun, að ég hefði þörf fyrir leikfélaga, sem væru á svipuðu reki og ég sjálfur. Næstu heppilegu leikfélagarnir bjuggu i 20 mílna fjarlægð. Það voru Willcox-krakkarnir. Þau bjuggu í tæplega nægilega virðu- legu umhverfi, en livað um það, i Wawa, þar sem þau bjuggu, hafði búið heiðarlegt fólk allt frá því i byrjun 18. aldar. Ákveðið var, að mér skyldi ekið þangað 2—3 sinnum í mánuði, svo að ég gæti leikið mér við Willcox-krakkana. Ég var klæddur búningi, sem tæpast var hæfur til mikilla átaka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.