Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 38
Barn þitt býr kannski yfir
duldum hæfileikum
Rannsóknir, sem nýlega hafa verið framkvœmdar, virð-
ast benda til þess, að aðstandendur barna, foreldrar
og kennarar, komi iðulega ekki auga á ríka sköpunar-
gáfu barna. Einblínt er á gáfnavísitölu og venjulega
námsgetu. Oft og tíðum virðist fólk jafnvel hrœðast slíka
hæfileika barnanna og óska þess eins, að þau verði
,,ósköp venjuleg“ börn. En hefur þjóðfélagið ekki ein-
mitt þörf fyrir, að sköpanargáfa þeirra nýtist?
Eftir John Kord Lagemann.
IÐ SKULUM gera ráð
fyrir því, að barn þitt
nái aðeins meðallagi
eða heldur betri á-
rangri i gáfnaprófnm,
sem lögð eru fyrir það í skólanum.
Þýðir sú útkoma, að það sé ekki
gáfum gætt? Þýðir hún það, að
líkindi þess til afreka í skólanum
og sjálfu lífinu séu aðeins í meðal-
lagi mikil?
Það er hin almenna skoðun
manna. En samkvæmt kenningu dr.
E. Paul Torrance, eins helzta fræði-
manns Bandaríkjanna, hvað snertir
sköpunargáfu og gáfnafar, hefur
þessi almenna skoðun gert börnum
einna mest tjón og hindrað það
í einna ríkustum mæli, að þjóðfélag-
inu nýtist sköpunargáfur þegnanna.
„Gáfnapróf mæla ekki sköpunar-
gáfur,“ sagði dr. Torrance við mig,
þegar ég heimsótti hann nýlega við
Minnesotaháskóla. „Ef við höldum
okkur fast við niðurstöður gáfna-
prófa, sést okkur yfir 7 af hverjum
10 þeirra barna og unglinga, sem
sköpunargáfu hafa í ríkustum mæli,
eða 70%.“
Dr. Torrance hélt áfram: „Það
er rétt, að það er sjaldan um alveg
óvenjumiklar sköpunargáfur að
ræða hjá börnum með greindar-
vísitölu, sem er undir meðallagi.
En rannsóknir okkar sina, að þeg-
ar náð er greindarvísitölunni 115
til 120, þá segir greindavísitala,
sem er þar fyrir ofan, lítið eða alls
ekkert til um sköpunargáfur þess,
sem prófaður er. Sköpunargáfur
36
Redbook (stytt) —