Úrval - 01.03.1965, Side 46
Nathaniel Hawthorne
09
Sophia Peabody
Hið þeklda bandariska skáld Nathaniel Hawthorne, sem uppi
var á síðustu öld, skrifaði sögur, þar sem ástin skipaði
verðugt sæti. Við nútímamennirnir segjum, að þær
séu ,,rómanlískar“ að stíl og efni. En ástin kom
líka í heimsókn til hans og knúði dgra með
offorsi miklu. Iiann bauð henni inn. . . .
Og hún regndist þaulsætiiui gestur.
Eftir John Kord Lagemann.
í BORGINNI Salem i
Nýja Englandi logu'ðu
tvö Ijós síðla kvölds.
Bak við gluggana í
stórhýsi Peabodyfjöl-
skyldunnar háði Soffía Peabody,
heilsutæp, ljóshærð og yndisleg,
eina af sínum einmana orrustum
við þrautir sínar. Hún greip dag-
bók sina og ritaði i hana:
„Ó, gefðu, að ljósið innra með
mér breytist ekki í myrkur!“
Ekki langt frá logaði á öðrum
lampa í hinu dimma húsi Haw-
thornefjölskyldunnar. Þar sat dökk-
hærður, ungur maður, grannholda
og fríður sýnum, við skrifborð sitt
og háði engu vægilegri baráttu gegn
þeirri tilfinningu, að hann væri
að bíða ósigur i lífinu.
„Siðustu tíu árin,“ ritaði Nath-
aniel Hawtliorne, „hef ég ekki lif-
að, heldur hefur mig aðeins dreymt
um að lifa. Sögur mínar eru gerðar
úr tómu lofti. Hinn djúpi, heiti
veruleiki lifsins er mér gersandega
ókunnur ...“
Þannig sökktu þau sér kvöld eftir
kvöld ofan í hugsanir sínar og ör-
væntingu, þessi maður og þessi
kona, án þess að vita hvort af
öðru. En svo hittust þau einn góð-
an veðurdag, og þá var eins og tvö
lítil ljós sameinuðust að lokum í
eitt, og skin þeirra yrði bjart eins
og sólskin.
44
— Chr. Science Monitor, stytt