Úrval - 01.03.1965, Side 52
ÚRVAL
50
Vandaðu mál þítt
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu Þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
þvi að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur v'erið um fleiri en
eina merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metiö þannig getu
sína, þ. e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. að horskast: að hanga, að verða frægur, að styrkjast, að hristast, að
snáfa, að hraða sér, að vaxa upp.
2. kotroskin: öldruð, ánægð með sig, fátækleg, djarfleg, niðurnídd, lémagna.
3. hregg: óveður, hví, hrakningar, él, ónot, basl, átök, girnd, galli.
4. að volsa: að flækjast, að fúlsa við, að sýna stærilæti, að láta reka undan
vindi, að taka innan úr kind, að skæla.
5. amboð: ófrjáls kona, söluþing, jarðyrkju- eða heyvinnuáhöld, heimilistæki,
fyrirhöfn, óvinátta, óljós grunur.
6. gýgur: tröllskessa, eldgígur, ótti, úlfúð, áhald, teinn, deilur.
7. að geyja: að hæða, að lasta, að missa marks, að gelta, að svolgra í sig,
að góla, að vagga, að miða.
8. bur: úlpa, sonur, kvittur, þytur, áhald, ílát, sneyddur, dulur, opinskár.
9. að glufrast: að kjafta, að glettast, að klifra ógætilega, að glopra einhverju
út úr sér, að liðast í sundur, að fást við e-ð, að læðast, að fálma sig áfram.
10. seggur: maki andarinnar, poki, hefur brotið af sér, maður, þolinn, snar.
11. að agðast: að mjakast áfram, að stillast, að lagast, að rifast, að drattast,
að sýna hlýðni, að laga sig eftir kringumstæðum.
12. ósvinnur: óvitur, ókurteis, forspár, ólaginn, þrár, tryggur, latur, iðinn.
13. flagsæri: torf án grasrótar, rangur eiður, eymsl, afrifur, uppblástur .
14. að fölskvast: að kulna, að sýna undirferli, að dofna, að reiðast, að þreifa
sig áfram, að rýna í e-ð.
15. málþola: orðlaus, mælskur, óþolinmóður, hissa, þrasgjarn, stirðmáll.
16. snerrinn: deilugjarn, viðskotaillur, knár, viðbragðsfljótur, montinn, hnar-
reistur, snar, vinnusamur, slyngur, glúrinn, snarpur.
17. það er struntur í þessu: það er eitthvað að þessu, þetta er sterkt, þetta
er óvíst, þetta er handónýtt, hér býr e-ð undir.
18. að klóra úr þófanum sínum: að snyrta sig til, að sjá sínum hag borgið,
að gera hreint fyrir sínum dyrum, að beita sjálfsgagnrýni.
19. að hlaupa í skrápana fyrir e-n: að taka málstað e-s, að hjálpa upp á
sakirnar fyrir e-n, að koma í stað e-s, að skríða fyrir e-m, að leggja e-n
í einelti.
20. að víkja til við e-n: að gefa e-m e-ð, að biðja e-n um að gera e-ð, að
minnast á e-ð við e-n, að ávarpa e-n, að vikja úr vegi fyrir e-m, að
minnast á e-n, að gera e-ð fyrir e-n. SVÖR á bls. 78.