Úrval - 01.03.1965, Side 58
56
ÚRVAL
áður en tvævetrungurinn gat
skreiðzt á fætur, hafði hann af-
greitt þann næsta og ruddist inn í
einn runnan til þess að ryðja þeim
þriðja úr vegi. Er hann hafði lokið
hringferðinni, minntist þessi bar-
áttuglaði vinur min og kom hlaup-
andi aftur til min, ósár og ó-
sigraður.
Þetta kvöld sátum við lengur
en venjulega við eldinn. Bangsi ýtti
við mér, Iagði hramminn á öxl
mir.a, talaði langt mál og horfðist
lengi i augu við mig, áður en hann
leyfði mér að leggjast fyrir. Eg
bjóst við, að þetta væri eins konar
upprifjun á orrustunni um daginn.
Hann var fjarverandi mestan hluta
næturinnar.
Eftir því sem lengra leið á næsta
dag, fann ég betur að eitthvað var
að. Rangsi neytti einskis, en fylgdi
mér fast eftir. Ég var að lita eftir
náttstað á lækjarbakka, er hinn
stóri björn sneri snögglega við og
hljóp i löngum stökkum niður hæð-
ina, sem við vorum rétt komnir
upp á. Ég kallaði ekki til hans er
hann hvarf á harða hlaupum niður
af hæðarhryggnum án liess að líta
til baka.
Þetta kvöld hafði ég annað augað
stöðugt á brekkunni á meðan ég
eldaði kvöldverðinn, og lá siðan
lengi vakanndi og beið þess að
hann ýtti við mér eins og venjulega.
Um morguninn var ég einn og yfir-
gefinn. Ég vissi, að ég mundi ekki
framar sjá Bangsa, stóra bróður.
Hann skildi eftir endurminningu,
sem mun verða mér dýrmæt.
★
ALDUR STJARNA MÆLDUR MEÐ LITHIUM-TALNINGU........................
Aldur stjarna er hægt að mæla með nýrri lithium-talningartækni,
sem stjörnufræðingar við Lick-rannsóknarstofuna við Kaliforníuhá-
skóla hafa fundið upp og fullkomnað.
Tækniaðferð þessi er grundvölluð á þeirri staðreynd, að ungar stjörn-
ur eru auðugar af frumefninu lithium, hinu léttasta allra málma. Er
stjarnan eldist, „losar hún sig við“ lithium í nokkurn veginn stöðugum
mæli.
Stjörnufræðingar nota stjörnusjónauka til þess að ná til ljóss frá
stjörnu þeirri, sem þeir vilja ákvarða aldur á. Síðan dreifa þeir ljósi
stjörnunnar þannig, að það myndar litróf, er líkist að nokkru leyti
regnboganum. Siðan taka þeir mynd af þessu litrófi, en hinar dökku
línur þess tákna hin ýmsu kemisku frumefni, og þar á meðal er lína,
er táknar lithium, sem síðan er hægt að greina.
Vísindamennii'nir vonast eftir, að með þessari aðferð megi öðlast
nýja þekkingu um uppruna stjarnanna.
Sciense Horizans