Úrval - 01.03.1965, Page 59
Ógleymanlegur maður
Konráð
Vilhjálmsson
Eftir Steingrím Baldvinsson
Elclr er besír með ýta sonum
ok sólar sýn,
heilindi sitt ef maðr hafa náir,
án við löst at lifa.
ETTA ERINDI úr Háva-
málum hæfir vel sem
einltunnarorS manni
þeim, er hér verður
lítillega minnzt á. Sá
ann ljósinu, sem ekkert þarf að
fela, og þeim er birtan bezt, er
hafa vill ætíð það, er sannast reyn-
ist.
Þannig var hann, hinn heillandi,
glæsilegi og gáfaði maður, Kon-
ráð Vilhjálmsson. Mér er hann ó-
gleymanlegur. Mynd hans skipar
áberandi rúm í safni minninganna.
Undir glæsilegu yfirborði bjuggu
mannkostir, sem gefa myndinni
varanlegt gildi.
Konráð var meðal maður á hæð
og samræmi i vextinum, hreyfing-
arnar hægar og yfirvegaðar, en þó
ákveðnar. Hann var manna frið-
astur sýnum, svartur á hár og hör-
undsbjartur, svipurinn mildur,
augnaráðið fast og athugult, mál-
rómurinn lágur og ofurlítið hás,
hann talaði liægt með þungum á-
herzlum, hláturmildur, hló lágt, og
var sem aðfall og útsog í hlátrinum.
Hann var gamansamur og fynd-
inn, en gamanið aldrei grátt eða
særandi.
Meinyrtur gat hann þó verið,
ef við framhleypni eða oflátungs-
hátt var að eiga.
Smekkvísi hans og snyrtimennsku
var við brugðið, jafnt í klæðaburði,
orðbragði, málfari og allri fram-
komu.
Ungur hreifst hann af norrænni
57