Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 66
64
ÚRVAL
lágu fáeinir stórir hafkóngar og
beitukóngar, nokkrar öðuskeljar,
kúskeljar, báruskeljar og kussar
(gimburskeljar), igulker og kross-
fiskar og kræklingur eða bláskel
hvarvetna. Hrúðurkarlar lituðu
margan stein ljósan. Æðarfugl og
endur syntu kurrandi fyrir landi,
sendlingar tíndu æti í fjörunni og
marflær hoppuðu undan steinun-
um. Úti á firðinum lét hátt í há-
vellu og veiðibjöllum og stundum
lét lómurinn líka til sín heyra.
í þangbeltinu her víðast hvar mest
á bóiuþangi, sem eins og annað þang
er flatt og kvíslgreinótt en auð-
þekkt á loftblöðrum, sem sitja tvær
og tvær sín hvoru megin við mið-
taugina. Bóluþangið (Fucus vesicu-
losus) vex við endilangar Evrópu-
strendur, norðan frá íshafi og suð-
ur á Spán. Ennfremur á Grænlandi
og austurströnd Norður-Ameriku. í
skerjagarði Eystrasalts eru til af-
brigði, smávaxin og mjó, sem lifa
lengi laus í sjónum og berast langt
með straumum. En venjulegt hólu-
þang er rammlega fest með hefti-
þráðum við steina, sker og klappir
og liggur á þurru um fjöru. Það
lyftist og fellur með ölduhreyfing-
unum og hjálpa loftblöðrurnar til,
aðeins „fóturinn“ er fastur. Frjó-
blöðrur (frjóbeður) sitja á endum
greinanna. í bóluþangi eru efni, er
verka sem hægðarlyf. Þess vegna
þykir það ekki hentugt til þang-
mjölsgerðar. En kindur bíta tals-
vert af því og bæði þang og þari
er sums staðar notað til áburðar
í garða.
Skúfþang (Fucus inflatus er al-
gengt, é'inktnn neffau fil í þan'gbelf-
inu í fjörunni. Það er mjög breyti-
leg tegund, venjulega blöðrulaus,
eða þá með óreglulega skipaðar,
stórar, aflangar blöðrur. Aðalteg-
undin stórvaxnari en bóluþang.
Sagþang (Fucus serratus) er auð-
þekkt á sagtenntum jöðrum. Fundið
í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði
og c. t. v. víðar, en algengt er það
ekki. Klóþang (Ascophijllum nodos-
um) er aftur á móti algengt í þang-
beltinu, einkum innan um skúfþang-
ið. Það er auðþekkt frá hinum þang-
tegundunum á því, að engin mið-
taug er i þalgreinunum, en stórar,
aflangar blöðrur eru í þeim miðj-
um, ein og ein, breiðari en grein-
in, sem þær sitja í. Litur klóþangs-
ins er mógulleitari en á öðru þangi
og er það sæmilegt einkenni. Blöðr-
urnar mjög seigar og ekki auðvelt
að sprengja þær milli fingra eins
og blöðrur bóluþangsins. Oft eru
hinar gulleitu breiður klóþangsins
dimmrauöbrúnblettóttar af „þang-
ull“, en það er þráðgreinótt þör-
ungategund (Polijsiphonia fastigi-
ata). í Þrándheimsfirði í Noregi
hefur aldur klóþangs verið rann-
sakaður. Reyndust elztu eintökin
19 ára og um 2 m á lengd, mörg
voru 10—13 ára. Fyrstu loftblöðr-
ur klóþangs myndast í byrjun þriðja
æviárs. Síðan mynda sprotarnir 1
blöðru á ári svo hægt er að finna
aldurinn með því að telja blóðrurn-
ar og leggja tvo við. Norðmenn kalla
klóþangið grísaþang og hafa lengi
hagnýtt það til svínafóðurs. Kló-
þang er tiltölulega auðugt af kol-
vetnasamböndum og sérlega málm-
saltríkt. Vegna málmsaltanna þykir
öhentugt að nota það eitt sér fíl