Úrval - 01.03.1965, Síða 69
LITIÐ Á ÞANG OG ÞAfíA
61
an flatar kökur, sem steiktar eru á
pönnu með „bacon“ og þykir fínn
sunnudagaréttur. Skyld tegund er
ræktuS til matar í Japan.
Mariusvunta (Ulva lactuca) vex
í grunnum sjó, þar sem nokkurt
hlé er viS ölduróti, í vogum og viS
hafnir, stundum i gruggugum sjó
auSugum af köfnunarefnis- og fos-
fórsamböndum. StærS alloft 50x15
cm. í SvíþjóS hefur á slimbotni
fundizt maríusvunta, sem þakti
1 fermetra. KölluS hafsalat á NorSur-
löndum og var hagnýtt eins og sal-
at fyrrum á vesturströndum Evr-
ópu.
ÞörnungagróSur vex í breiSu belti
viS strendur íslands, frá flæSar-
máli og niSur á 30—40 m dýpi.
Birtan takmarkar á hve miklu dýpi
þörungar geta þrifizt. Eru þvi tak-
mörkin óglögg og fara bæSi eftir
því, hve sólfar er mikiS og hve
tær sjórinn er. Þangtegundirnar o.
fl., sem aS framan getur, vaxa í
þang- eSa fjörubeltinu, eins og fyrr
var nefnt. SíSan tekur viS djúp-
gróSurbeltiS, er nær frá neSsta
fjöruborSi og út á um 30—40 m
dýpi eSa meir. ASalgróSurinn eru
stórvaxnir, brúnir þörungar,
þönglaþararnir, nema yzt, þar er
rauSþörungagróSur á botninum.
Hinn rauSi litur rauSþörunganna
gerir þeim fært aS hagnýta litla
birtu i djúpunum. Þönglaþararnir
mynda þaraskógabeltiS. Þeir vaxa
i þéttum skógum, 4—6 m háum,
eSa á viS sæmilegan birkiskóg á
landi. ÞaraskógabeltiS er mjög
breitt, þar sem halli botnsins er
lítill, en mjótt viS sæbrattar strend-
ur. Milli hinna stórvöxnu þöngla-
þara og á sjálfum þönglunum vaxa
ýmsir smærri þörungar, cinkum
rauSþörungar. Dýralif er niikið í
þanginu og þaraskógunum. Algeng-
ar þaraskógartegundir eru: Hrossa-
þari, keriingareyra, beltisþari og
maríukjarni. Lítum fyrst á hrossa-
þarann (Lamincria digilata). Hann
skiptist eins og aSrir þönglaþarar
i þöngul, þöngulhaus og blöðku.
Út úr þöngulhausnum vaxa grein-
óttir þræðir, sem festa þarann við
botninn. Ýmsar skeljar og kuðungar
setjast oft á þöngulhausinn og sitja
þar síðan fastar, t. d. bláskel, aða,
rataskel o. fl. o. fl. Stöngull þarans,
þöngullinn, vex upp af þöngul-
hausnum og ber stóra, breiða, marg-
klofna blöðku í toppinn. Blaðkan
hefur blaðgrænu og vinnur kolefni
úr loftinu í sjónum til næringar.
Seinni hluta vetrar og undir vor fer
nýtt blað að vaxa við grunn gamla
blaðsins, sem að lokum rifnar af;
þarinn skiptir um blað. Þöngull-
inn er sívalur, eða stundum flat-
vaxinn ofantil og getur orðið allt
að C0 cm langur. Blaðkan 50—200
cm löng. Er öll jurtin oft 1—3 m
löng, dökkólífubrún á lit.
Kerlingareyra (Laminaria hyper-
borea) er mjög svipað hrossaþara,
en venjulega mun stórvaxnara og
grófara, allt að 5 m langt. Hin marg-
klofna, breiða blaðka er allmiklu
styttri en stöngullinn og líkist þar-
inn pálmatré að vaxtarlagi. Þöng-
ullinn sérlega slimugur og sleipur,
gildastur neðst. Tært slim vætlar
út á þversneið. Um stórstraums-
fjöru stendur oft efsti hluti þörungs-
ins upp úr sjónum og lyftir þá einn-
ig neðsta hluta blöðkunnar upp úr,