Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 75
LEIT AÐ HUNDRAÐ
BILLJÓN IIOLLURUM
73
Akurlendi lmattarins virðist
minnka jafnt og þétt, og því er þýð-
ing þessa fundar fyrir lieiminn
stórkostleg og næstum ómetanleg,
þvi að mönunum mun aðeins takast
að vinna kapphlaupið milli frjósemi
mannslíkamans og frjósemi jarð-
vegsins með því að auka afrakstur
á liverja ekru.
Pottaska (kalí) er almennt nafn
á uppleysanlegum málmefnum, sem
innihalda efnið potassium. Hún er
jafngömul hnettinum sjálfum og
samt algerlega í samræmi við þarf-
ir nútímans. Það er ekki hægt að
vinna potassium úr öðru en pott-
ösku, svo að slík vinnsla borgi sig,
en potassium er þýðingarmikið
efni, sem notað er við framleiðslu
alls konar geyma, sápu, sjónvarps-
lampa, bætiefnapilla, slökkvivökva,
jafnvel öndunarútbúnaðar geimfara,
En allar þessar þarfir samanlagðar
jafngilda samt ekki þýðingu þeirri,
sem efni þetta hefur sem hluti á-
burðar. Án pottöskunnar myndu
jurtablöð visna, nytjajurtir skorpna,
og allt líf á hnetti þessum myndi
deyja út á ótrúlega skömmum tíma.
Níu tonn af hverjum tíu, sem unn-
in verða i Saskatchewan, munu
þannig fara til jarðvegsins á nýjan
leik. Það var því engin furða, að
fréttirnar um pottöskuna í borunar-
sýnishornunum kveiktu í ímyndun-
arafli jarðræktarfræðinga og ríkis-
stjórna um víða veröld.
Menn höfðu vitað í heilan ára-
tug, að pottaska fyrirfannst í
jarðlögtim í Saskatchewan. Rétt
eftir lok síðari heimsstyrjaldarinn-
ar höfðu jarðeðlisfræðingar, sem
voru að kortleggja undirjarðlög
fylkisins orðið varir við rafenda-
bergmál, sem sýndi, að meira en
3000 fetum undir fótum þeirra voru
stór lög af pottösku. Námufræðing-
ar litu sem snöggvast á jarðlaga-
kortið og lýstu þvi samstundis yfir,
að það væri ómögulegt að komast
að þessum pottöskulögum. Þar voru
mörg „Ijón á veginum“, 10 neðan-
jarðarár, lög af kalki og kalksteins-
flögum, gegnsósa í vatni, en slíkt
er námumönnum sem alger mar-
tröð. Óskapnaður þessi teygði sig
gegnum eitt lagið af öðru uppi yfir
pottöskusöltunum. En þessar nýju
boranir bentu til stórkostlegri pott-
öskulaga en menn liafði grunað,
að þarna væru fyrir hendi. Bor-
anirnar höfðu verið 20 talsins, og
hafði hver þeirra kostað 50.000
dollara. Benti þessi staðreynd til
þess, að ef til vill kynni að reyn-
ast mögulegt að ná þessum eftir-
sóttu efnum úr jörðu með þrákelkni,
hetjumóð og nægilegu fjármagni.
f júní árið 1957 drógu forstjórar
Tnternational Minerals & Chemical
Corp. djúpt að sér andann og sögðu:
„Af stað!“ Þetta er bandarískt fé-
lag, og var þá stofnað kanadiskt
undirfélag þess. Dreginn var á stað-
inn risastór borunarútbúnaður um
alls konar vegleysur. Brátt var búið
að ryðja til á svæði á hrjóstrugri
sléttu um 7 mílum fyrir norðaust-
an litla sveitaþorj)ið Esterhazy.
Nefndist borunarstaður þessi Yar-
bohola nr. 1.
Þetta átti eftir að reynast erfið-
asta tilraun til námugraftar, er
nokkru sinni liafði verið gerð í
gervallri Norður-Aineríku. Fyrst
var byggð risavaxin frystistöð til