Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 88
86
„Holan í jörðinni“ var völundar-
liús jarðgangna undir hjarta Lund-
únaborgar. Það náði yfir samtals
6 ekrur og tengdi saman samtals
150 herbergi. Þetta var taugamið-
stöð Stríðsstjórnarinnar, hinnar
brezku yfirstjórnar alls styrjaldar-
rekstursins. í áðalganginurn var lít-
il hurð, og á hana var riiálað þetta
orð: FORSÆTISRÁÐHERRA. í her-
bergi, sem var svo mjótt, að það
líktist fangaklefa, flutti Churchill
öll hin frægu útvarpsávörp þessara
óra. Hann sat i sveiflustól við skrif-
borð innst i herberginu, beint und-
ir hvítþvegnum eikarbitum. Þar
var einnig borðstofa, sem hann not-
aði sjaldan, og lítið svefnlierbergi
fyrir frú Churchill.
En Churchill stjórnaði stríðinu
frá Stríðsstjórnarskrifstofunni. Hún
var rim 40 ferfet að flatarmáli, hafði
tvöfaldar hurðir, sem voru alltaf
læstar, ineðan fundarhöld stóðu yf-
ir. í kringum borð, sem klætt var
svörtum dúk, stóðu stálstólar með
grænu leðuráklæði. Fyrir framan
sæti Churchills stóð svolítið pappa-
spjald, en á það hafði einhver skrif-
að með prentstöfum: „Vinsamlegast
skiíjið það, cð það ríkir engin suart-
sýni hjd oss' og'vér höfum engan ú-
huga á möguleikum á ósigri: þeir
eru ekki fgrir hehdi.“
Churchill réði lögurn og lofum
á hverjum fundi í „Styrjaldarher-
berginu". Um klukkan hálf ellefu
að kvöldi var gert boð eftir ráð-
herrunum til þess að rséða einhver
vandamál viðvikjandi birgðum og
mannafla. Breta sárvantaði ætíð
allt mögulegt: mannafla, verksmiðj-
ur, skip, stál, byssur, skriðdreka.
i
ÚRVAL
Þegar andrúmsloftið þarna inní
var orðið bláleitt af reyk og súrt
af beiskju, kom „Gamli húsbónd-
inn“ labbandi inn í loftvarnabún-
ingnum sínum, á inniskóm, sem
skreyttir voru drekamyndum, og
með vindilinn i munninum. Strax
hyrjuðu allir ráðherrarnir að krefj-
ast þess að þeir fengju forgangs-
leyfi til þess að ræða sín sérstöku
vandamál. Gamli húsbóndinn labb-
aði fram hjá þeim eins og ekkert
hefði í skorizt, fékk sér sæti og
spurði síðan Ismay hershöfðingja,
hvað væri á dagskrá.
Er Ismay svaraði, kastaði Church-
ill vindilstubbnum sinum i sand-
fötu, sem var á bak við liann. Hann
miðaði aldrei á hana, en hitti hana
þó næstum alltaf. (Sjóliðar, sem
voru á verði úti fyrir, græddu tölu-
vert á því að selja þessa vindil-
stubba sem minjagripi.) Síðan þagg-
aði Churchill niður orðaskakið með
einhverjum gamanyrðum. Eitt sinn
þegar allir voru að hampa kröfum
sinum um hergögn og hvers kyns
birgðir, tautaði hann: „Sama gamla
sagan! Of mörg lítil svin og ekki
nógir spenar á gömlu gyltunni!“
— Leslie Hollis hershöfðingi og
James Leasor.
Hann var kreddufastur, drottnun-
argjarn, ertinn og vakti reiði
manns, en hann veitti mönnum
líka innblástur. A hinnum fjörugri
fundum flutti hann ávörp og hvatti
menn og uppörvaði. Iiann skeytti
ekkert um dagskrána, heldur hélt
ófram ræðum sínum, þangað til
tíminn var á þrotum og engin á-
kvörðun því tekin. Einnig kom það