Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 91
MAÐUR ALDARINNAR
89
skipulags, sem Sameinuðu Þjóð-
irnar hvíla á.
- Robert E. Sherwood.
„Það væru vkjur,“ skrifaði Ro-
hert Sherwood síðar, ,,að segja,
að þeir Roosevelt og Ghurcliill hafi
orðið vinir á þessari ráðstefnu eða
nokkurn tíma síðar.“ En það var
samt á Placentiaflóa, að með þeim
hófust „óþvinguð samskipti, sem
einkenndust af kíinni og frjálslegum
umgengnisvenjum." Síðari atburðir
áttu eftir að sýna, að þessi nýi, náni
kunningsskapur og gagnkvæmi
skilningur milli þessara tveggja
leiðtoga hins enskumælandi heims
var ef tii viil þýðingarmesti árang-
ur ráðstefnunnar á Placentiaflóa,
þegar allt kemur til alls.
— Gerald Pawle.
Þ. 7. DESEMRER ÁRIÐ 1941
Ég skrúfaði frá útvarpstækinu
mínu eftir að kvöldfréttirnar kl.
9 voru byrjaðar. Sumar setningarn-
ar í fréttunum snerust um árás Jap-
ana á bandarísk skip á Hawai. Svo
kom heimilisþjónninn minn, hann
Sawyers, inn i herhergið til mín
og sagði: „Japanir hafa ráðizt á
Bandaríkjamenn.“ Ég bað um síma-
samband við forsetann. Hr. Roose-
velt kom i símann. „Herra forseti,
hvað merkja þessar fréttir viðvíkj-
andi Japan?“ “Þetta er alveg rétt,“
sagði hann. „Nú erum við allir í
sama bátnum.“
Það varð mér innilegt gleðiefni
að hafa Bandaríkin okkar megin.
Sögu okkar myndi ekki ljúka. Mett-
ur og lémagna af geðsliræringu fór
ég í rúmið og svaf svefni hiniia
hólpnu og þakldátu.
- Winston Churchill.
HEIMSÓKN TIL WASHINGTON
Ferð hans var hulin þeirri leynd,
er ríkti hvarvetna á stríðsárunum,
og því datt hann skyndilega heiht
niður úr skýjunum ofan á Washing-
ton og hleypti þar nýrri orku í
alla. Daginn eftir komu hans sat
hann við lilið Franklins Roosevelts
á bak við stóra skrifborðið í aðal-
skrifstofu forsetans og beið rólegur
á svip, meðan 200 fréttamenn söfn-
uðust saman til blaðamannafundar.
Þeir, sem voru fremstir í hópnum,
sáu fyrir sér þybbinn mann með
rjóðar eplakinnar, blá augu undir
úfnum, kvikum augnabrúnum, næf-
urþunnt gráleitt hár, sem huldi
ekki ljósrauðan skallann, langan,
svartan vindil, sem vissi upp á við
og gnæfði likt og ögrandi uppi yfir
bolabítskjálka.
Franklin Roosevelt kynnti gest
sinn. Fréttamennirnir aftast í þyrp-
ingunni hrópuðu, að þeir gætu alls
ekki séð hann. Churchill reis bros-
andi á fætur, klifraði upp á stól og
veifaði til þeirra. Það kváðu við
svo öflug húrrahróp ásamt miklu
klappi, að það lá við, að rúðurnar
hristust undan hljóðöldunum. Hann
hafði sigrað fyrsta bandaríska á-
heyrendahóp sinn.
— Tirae.
Svo önnum kafinn var Churchill
á fundum í Hvita Húsinu, íið hann
vann jafnvel í baðkerinu. Þar fór
hann yfir leyniskýrslur ásamt
Leslie Hollis. stórfylkishershöfð-