Úrval - 01.03.1965, Page 93
MAÐUR ALDARINNAR
91
aðrar vígstöðvar í Evrópu núna,
myndi verða til þess, að Þjóðverj-
ar kölluðu heim nokkra herdeild
af austurvigstöðvunum.
Forsætisráðherrann var hlynntur
árásaráætlun þeirri, er bar nafnið
„Blys“, sem merkti innrás í Norð-
vestur-Afríku. Um þetta var rætt
og rifizt æ ofan í æ. Hvorugur að-
ili vildi láta undan. Að lokum
liringdu bandarisku yfirmennirnir
til forsetans og tilkynntu honum,
að engir samningar reyndust mögu-
legir. Roosevelt gaf ráðgjöfum sin-
um tafarlaust fyrirskipanir um, að
þeir yrðu að taka ákvörðun um ein-
hverjar aðgerðir i einhverjum öðr-
um hluta heimsins. Vegna þessarar
fyrirskipunar samþykkti Marshall
hershöfðingi og King aðmíráll, að
innrás i nýlendur Frakka í Norð-
vestur-Afríku væri bezta lausnin.
Þessi ákvörðun var ein þeirra, sem
olli einna mestum straumhvörfum
í styrjöldinni.
— Ismay lávarður.
í ágústmánuði kom Churchill i
fyrstu heimsókn sina til Moskvu
fil þess að hefja pepsónuleg skipti
við Stalín. Það ríkti þunglamalegt
andrúmsloft og stirfni á þessum
fyrsta fundi. Churchill varð að
gegna því óþægilega skyldustarfi
að tilkynna Stalin, að það yrðu
eki myndaðar neinar nýjar vig-
stöðvar á meginlandi Evrópu árið
1942.
— A. L. Rowse.
Stalin hellti úr skálum reiði
sinar. „Hvenær ætlið þið eiginlega
að byrja að berjast?“ spurði hann.
Churchill og Stalin í Kreml í ágúst 1942.
„Ætlið þið að láta okkur um að
framkvæma þetta allt saman?“ Svo
bætti hann við með fyrirlitningar-
hreim í röddinni: „Ykkur mun
ekki finnast þetta sem verst, eftir
að þið eruð á annað borð byrjað-
ir.“
Churchill hafði haft hemil á skapi
sínu, en við þessar ögranir skeytti
hann ekki lengur um slikt. Hann
lamdi hnefanum i borðið, og orða-
flaumurinn streymdi af vörum
hans. Hann sagðist fyrirgefa þau ó-
fyrirgefanlegu orð, sem mælt höfðu
verið, en aðeins vegna hreysti rúss-
nesku hermannarina. Hvaða þýð-
ingu gátu þessar viðræður haft?
Hann hafði ferðazt til Moskvu til
þess að tengjast mönnum þar eystra
vináttuböndum, en hann hefði ekki
orðið var við neitt slíkt hugarfar
þar. I heilt ár hafði Bretland barizt
eitt gegn Hitler. .. . Orðin streymdu
æ hraðar af vörum hans.
Stalin hallaði sér aftur á bak og
rak upp hrossahlátur. „Ég veit ekki,
hvað þú ert að segja,“ greip hann
fram i, „en ég kann vel við afstöðu