Úrval - 01.03.1965, Page 97
MAÐVR ALDARINNAR
95
að æða yfir Austur-Evrópu, frels-
uðu brezkar hersveitir Grikkland,
sem hafði verið hernumið af Þjóð-
verjum í 4 ár. Strax reyndi komm-
úniska neðanjarðarhreyfingin að
hrifsa til sín völdin. Á aðfangadags-
kvöld flaug Churchill til Aþenu, er
bardagar stóðu þar sem hæst og
leyniskyttur skutu enn ákaft ofan
af húsþökunum. Hann skipaði
brezka herliðinu að styðja hina
löglegu stjórn og hjálpa til þess
að halda kommúnistum í skefjum.
Það kváð við mikið ramakvein i
Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn
sögðu að Stalin yrði ofsareiður.
Af þeim Austur-Evrópulöndum,
sem frelsuð voru af vestrænum
ríkjum, reyndist Grikkland verða
hið eina, sem ekki varð kommún-
iskt, og má þakka það Churchill.
— Geoffrey Bocca.
Á síðustu dögum stríðsins hvatti
Churchill til þess, að Bandamenn
hæfu sókn til Vinarborgar, Prag og
Berlínar, að þeir reyndu að ná
eins miklu landssvæði sem mögu-
legt yrði og halda þvi, þangað til
Bússar stæðu við sína samninga.
„Ég álít það mjög þýðingarmikið,
að við getum heilsað Rússum með
handabandi eins austarlega og
mögulegt verður,“ skrifaði hann í
bréfi til Eisenhowers hershöfð-
ingja. En Eisenhower kvað upp
þann úrskurð, að frá hernaðarlegu
sjónarmiði væri Berlín ekki mikil-
vægur staður. Ike lagði þessa
stjórnmálalegu ákvörðun undir úr-
skurð Roosevelts, og F.D.R. var
samþykkur þessu mati Ike.
— Richard Armstrong.
Þegar liðssveitir Montgomerys
voru að reka óvinina af vestur-
bakka Rínar, fann Churchill til
Jöngunar til að stíga á sigraða,
þýzka jörð. Hann heimsótti Eisen-
hower, Montgomery og ýmsar deild-
ir 9. bandaríska hersins. Við varn-
arstöðvar nálægt Aachen tók hann
upp krítarmola og skrifaði þessi
orð stórum prentstöfum á fallbyssu-
kúlu eina: HANDA HITLER PER-
SÓNULEGA. Og svo hleypti hann
sjálfur af byssunni og sendi kúl-
una i áttina til Berlínar við mikil
fagnaðarlæti viðstaddra.
— W. H. Thompson lögreglufulltrúi.
Föstudaginn 13. april árið 1945
hringdi síminn klukkan 3 að nóttu
í herbergi lífvarðar Churchills,
Thompsons lögregluforingja.
Churchill æskti þess, að hann kæmi
tafarlaust á sinn fund. Thompson
greyp byssurnar sínar og þaut inn
í herbergi Churchills, sem þramm-
aði þegjandi fram og aftur um gólf-
ið.
„Hafið þér heyrt þessar hræði-
legu fréttir, Thompson?" spurði
hann og starði niður fyrir sig.
„Þær snerta forseta Bandaríkjanna,
vin okkar beggja, Thompson. Hann
er látinn. „Svo bætti hann hljóð-
lega við. „Hann dó, rétt áður en
sigurinn varð okkar, en hann sá
bjarma fyrir honum. . . . hann
heyrði þyt hans.“
— Richard Harrity og Ralph G. Martin.
Þýzku herirnir leystust upp,
og síðan gáfust þeir upp hver á
fætur öðrum. Það var rödd for-
sætisráðherrans, sem réttilega gaf