Úrval - 01.03.1965, Page 105
MAÐUR ALDARINNAR
103
aði skyndilega, þegar úrslit kosn-
inganna áriS 1950 urðu kunn.
— Virginia Cowles.
Úrslit þeirra voru næstum eins
furðuleg og kosninganna árið 1945.
Hinn gcysimildi meirihluti Verka-
mannaflokksins hafði minnkað
stórlega og nam nú aðeins 6 sæt-
um. Það var augsýnilegt, að aðrar
kosningar yrðu brátt haldnar og
að Churchill kæmist aftur til valda.
— Alan Moorehead-
Nú var Churchill orðinn 76 ára
gamall og alls ekki sami maður og
hann hafði verið fyrir áratug. Hann
var ekki alveg eins beinn i baki
og kjálkavöðvar hans voru nú orðn-
ir slapandi. En hann gekk enn
rösklega, og það var enn sama
glóðin, sama glettnin, sami eldurinn
i augum hans sem fyrr.
Vinir jafnt sem mótstöðumenn
höfðu undanfarið tekið eftir þvi,
að rödd hans hætti til þess að verða
ógreinileg og hækkaði ýmist eða
lækkaði, líkt og hann hefði ekki
fullt vald yfir henni, en í baráttu-
hita síðasta kosningabardagans,
þegar sigurinn virtist enn á ný
alveg á næstu grösum, vottaði alls
elcki fyrir slíkri afturför hjá þess-
um gamla leiðtoga. f ræðu, sem
hann hélt í Plymouth, bað hann
um tækifæri til þess að leiða land
sitt aftur fram til mikilleika og
friðar. „Það eru síðustu verðlaun-
in, sem ég mun reyna að vinna,“
sagði hann.
Það gekk ekki mikið á, meðan
á sjálfum kosningunum stóð. Upp-
námið hófst ekki fyrr en að lok-
inni atkvæðatalningu. Þ. 26. októ-
ber árið 1951 hélt Clement Attlee
til Buckinghamhallar til þess að
afhenda Georg konungi VI lausnar-
beiðni sina. Tilkynningin „Winston
er kominn aftur!“ barst tafarlaust
um allan heim.
— Time.
Þjóðin hélt niðri í sér andanum
og beið þess, að það kæmi i Ijós,
hvert þessi meistari hins óvænta
og fréttnæma myndi beina ríkis-
skútunni. Churchill kom nú ýmsum
á óvart. Hann var fylgjandi um-
bótastefnu.
Er hann ávarpaði þingið í fyrsta
sinni sem forsætisráðherra, mælti
hann á þessa leið: „Á milli flokka
okkar, sem eiga sína fulltrúa hér,
virðist nú vera breiðara bil en ég
minnist á hálfri öld i sögu neðri
málstofunnar. En það sem þjóðin
þarfnast eru jákvæðar umræður
um vandamál þau, sem fyrir okkur
liggja, umræður, sem einkennist af
umburðarlyndi.
— Virginia Cowles.
Hugur hans var altekinn af hugs-
uninni um nauðsyn þess að komast
að einhverju samkomulagi við
Rússland, að finna einhvern ör-
uggan grundvöll friðar í heiminum.
Hann var þess mjög fýsandi, að
það gæti orðið af fundi hinna
Þriggja Stóru, allra leiðtoga stór-
veldanna þriggja. Hann reyndi sitt
ýtrasta til þess að gera slikt mögu-
legt, en Bandaríkjamenn voru stöð-
ugt mótfallnir slíku, og Rússar voru
ekki heldur fúsir til þess arna.
í maimánuði árið 1953 var Elísa-