Úrval - 01.03.1965, Page 113
Hver er raunverulegur höiundur
Shakespeareverkanna?
Hver kynslóð fræðimanna af annarri rífst og þráttar
um það, hvort óbreyttur, lítt menntaður leikari frá af-
skekktu þorpi og af fremur lágum stigum hafi getað
skrifað leikrit þau, sem bera vott nm geysimikla mennt-
nn og þekkingu bæði á fornöld og samtíð, lífi og hátt-
um konunga og hirðar þeirra.
Eftir Doru Jane Hamblin.
F ÖLLUM þeim milljón-
um orða, sem streymt
hafa í farveg vestrænn-
ar siðmenningar, hafa
engin orð, engin verk
verið þýdd á jafnmörg tungumál
og biblían og verk Shakespeares,
og til engra verka hefur heldur
verið né er vitnað eins oft og
þeirra. Og ættum við að trúa öll-
um fræðimönnunum, þurfti næstum
eins marga menn til þess að skrifa
Shakespeareverkin og sjálfa biblí-
una.
í ár eru 400 ár liðin frá fæð-
ingu Williams Shakespeares frá
Stratford-upon-Avon, og því eru
deilurnar um hinn raunverulega
höfund verkanna nú með fjörugasta
móti. Margir virðulegustu fræði-
mennirnir greiða atkvæði með sjálf-
um manninum frá Stratford. Eru
það hinir svokölluðu Stratfordsinn-
ar. En leikir og lærðir bókmennta-
fræðingar hafa stutt ekki færri en
samtals 57 menn í máli þessu, og
allir eru þeir hinn „eini, sanni
Shakespeare.“
Líkt og flestar sakamálasögur
hófst þræta þessi með því, að heil
runa verknaða var framin. Og sum-
um virðist sem ýmislegt grunsam-
legt sé tengt verknuðum þessum.
í þessu tilfelli hyrjaði málið þann-
ig, að einhver skrifaði ódauðleg
orð, sem afhent voru leikurum eða
skrifurum (afriturum).
Það er yfirleitt viðurkennt, að
leikrit Shekespeares (þ.e. höfundar-
ins, hver svo sem hann er) hafi
verið flutt á leiksviðum Elísabetar-
timans, áður en þau voru prentuð.
Fyrsta leikritasafnið var gefið út ár-
ið 1623, og þar var skýrt tekið fram,
hver höfundurinn væri. Safnið
bar heitið „Gamanleikir, Sagnaleik-
- Life -
111