Úrval - 01.03.1965, Side 115
HVER ER RAUNVERULEGUR HÖFUNDUR...
113
að maðurinn frá Stratford, leikari,
sem fæddist og ólst upp sem sveita-
barn, hafi notið allra þessara for-
réttinda og haft hæfileika þessa til
að bera?
Svörin við tveim fyrstu spurn-
ingunum liafa falizt í orðunum „ef
til vill“, en svarið við þriðju spurn-
ingunni hefur verið ákveðið „nei“.
En samt verður að taka það fram
með fullri sanngirni, að það er
heldur engin sönnun fyrir þvi, að
hann hafi ekki haft þessa eiginleika
og hæfileika til að bera.
Þótt meira væri vitnað til Shake-
speares og verka hans á prenti og
í skrifuðum plöggum en til nokkurs
annars lægri stéttar manns á Elísa-
betartímanum, þá er mjög lítið til
af plöggum um mann þennan, jafnt
einkaplöggum sem opinberum.
Plögg þessi eru skráning skirnar
og giftingar hans og þar að auki
erfðaskrá hans, en nafn hans var
venjulega stafað Shakesper eða
Shagspere, en þó er um að ræða
fleiri tilbrigði nafnsins. Hann bjó
í Stratford-upon-Avon í Warwick-
shire og í Lundúnum frá árinu 15(54
til ársins ÍGIG.
Til eru 6 eiginhandarsýnishorn
af nafni hans, þ. e. a. s. sex, sem
örugglega eru álitin vera skrifuð
með hans eigin hendi. Plögg sanna,
að hann var leikari í Lundúnum,
einnig að hann skrifaði leikrit eða
þá einhver annar, sem notaði nafn
hans í þeim tilgangi, og einnig að
hann var meðeigandi að helzta leik-
félagi Englands. Hann giftist Anne
Hathaway nokkrum mánuðum síðar
en hann hefði átt að gera það, ef
öllum velsæmisreglum hefði verið
fylgt. Hann eignaðist þrjú börn.
Plögg benda til, að hann hafi eign-
azt nægilegt fé til þess að kaupa
bezta húsið í fæðingarþorpi sinu.
Bar liúsið nafnið „New Place“
(Nýibær). í erfðaskrá sinni arf-
leiddi hann ekkju sína að „næst-
bezta rúminu sínu“, en hann minnt-