Úrval - 01.03.1965, Side 116

Úrval - 01.03.1965, Side 116
114 ÚRVAL ist þar ekki á nein leikrit, sonn- ettur né handrit. Og segja má, að önnur plögg, er snerta ævi hans sérstaklega, séu vart til, auðvitað að undanskildum hinum rismiklu leikritum og Ijóð- rænu sonnettum, hinum yfirþyrm- andi skilningi á lífi mannanna, sem gegnsýrir allt ritsafn hans. Af- rekið sem felst í þessum magn- þrungnu verkum, er slíkt, að það hefur leitt af sér nokkurs konar tilbeiðslu og hina miklu þrætu —• og gerir reyndar enn. IIVER SKRIFAÐI SIIAKESPEARE- VERKIN? Sérliver sá, sem til greina getur komið sem raunverulegur höfundur þeirra, varð að uppfylla nokkur alveg sérstök skilyrði: hann varð að hafa verið kunnugur siðum og háttum hirðarinnar á Elísabetar- timanum, hann varð að hafa þekkt vel til lögfræði og bókmennta og hlaut að hafa verið alveg gagn- kunnugur leiklistarheiminum, varð að hafa haft vald á öðrum tungu- málum og — síðast en ekki sízt — varð að hafa haft einhverja ástæðu til þess að vilja alls ekki láta bendla nafn sitt við hin útgefnu verk. Eft- irfarandi menn eru helzt álitnir koma til greina: Francis Bacon. Bacon var hinn fyrsti, sem álitið var i nokkurri al- vöru, að til greina gæti komið sem mögulegur höfundur leikritanna. Og hann var sá langsamlega álitleg- asti í næstum heila öld. Hann hlaut menntun við Cambridgeháskóla, lagði stund á lögfræði, var nátengd- ur hirðinni og bjó um tíma í Frakk- landi. Þar eð 'hann taldist til hirð- ar Elísabetartímans, gat hann varla gefið eða látið gefa út leikrit stjórn- málalegs eðlis, er bæru hans eigið nafn. En hann ritaði mikið um lögfræði, vísindi og heimspeki. Hann ritaði einnig um dulleturs- fræði, og sumir áhangendur Bac- ons hafa alltaf haldið þvi fram, að i verkum Shakespeares úi og grúi af alls konar leynitáknum og dul- lyklum, sem komið hafi verið þar fyrir til þess að skýra lesandanum frá því, að hinn raunverulegi höf- undur leikritanna væri Bacon. Frá árinu 1885 hefur starfað félagsskap- ur, er ber nafnið Francis Bacon Society (Francis Bacon Félagið), og hefur það opinberlega á stefnu- skrá sinni að berjast fyrir viður- kenningu hans sem hins raunveru- lega höfundar verkanna. KENNINGAR UM SAMVINNU IIEILS HÓPS MANNA Efni sumra Shakespeareverka má rekja til annarra verka. Höfundur notar verk margra höfunda sem uppsprettu efnisþráðar, hugmynda, jafnvel málfars, t. d. Ovids, Plut- archs, Chaucers og Homers. Sé slík notkun tekin til greina, er ekki erf- itt að draga þá ályktun af þessari staðreynd, að upphaflega þurfti samstarf margra manna til þess að semja leikritin og sonnetturnar. Uppástungur um slíka samvinnu tveggja eða fleiri manna eru marg- ar, gizkað er á, að Bacon og Sir Walter Raleigh hafi unnið saman, einnig að jarlinn af Oxford hafi verið leiðtogi heils lióps manna, sem hafi unnið að verkum þessum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.