Úrval - 01.03.1965, Síða 119
HVER ER RAUNVERULEGUR HÖFUNDUR. . .
117
Allar hinar veigameiri rannsókn-
ir andstæðinga Stratfordkenningar-
innar beinast að sjálfum verkunum.
Með því að rannsaka einstök orð
og setningar, komast þeir að furðu-
lega ólíkum niðurstöðum. Sonnett-
urnar má taka seip dæmi, en fræði-
menn deila nú mjög um þær. í for-
mála hins uppliaflega útgefanda
báru ljóðin þessa tileinkun: „TO
THE. ONLIE. BEGETTER. OF.
THESE. INSVING. SONNETS. MR.
W. H.“ (Til eina höfundar þessara
sonnetta, hr. W.H.)
Hver er „Hr. W.H.“? Stuðnings-
menn Christophers Marlowes álita,
að stafirnir „W.H.“ eigi að tákna
Walsingf/am, Sir Thomas Walsing-
ham, góðvin Marlowes. Að minnsta
kosti einn höfundur áleit að „W.H.“
merkti Walter Raleg/7 og að stafir
þessir sönnuðu, að hann væri hinn
rétti höfundur verkanna.
Það leikur enginn vafi á því, að
þræta þessi er ekki árangurslaus,
því að hún hjálpar til þess að senda
hverja nýja kynslóðina af annarri
á fund Shakespeares til þess að
reyna að komast að sannleika þeim,
sem fólginn er i þessum dásamlegu
orðum, fegurstu orðum enskrar
tungu.
Hvað mig sjálfan snertir, þá
greiði ég Villa í Stratford mitt at-
kvæði. Mér finnst, að William
Shakespeare, leikritaskáld frá Strat-
ford, hafi svarað grundvallarspurn-
ingunni, er snertir uppruna, mennt-
un og ritmennsku. Ég álít, að hann
liafi svarað henni með þessum orð-
um sinum. „To be a well-favoured
man is the gift of fortune; but to
write and read comes hy nature“.
(„Menn geta þakkað hamingjunni
fríðleik sinn, en sá hæfileiki að
geta lesið og skrifað fer eftir upp-
lagi mannsins“). Þessi orð má lesa
í leikriti, sem ber nafnið „Mikil
læti út af engu“ (Much Ado About
Nothing).
» »« «
HLJÓÐBYLGJUVITAR
Hversu langt er þangað til vitar verða úreltir? Síðasta uppfinningin
á þessu sviði er neðansjávarhljóðviti, sem notar Strontium 90 sem
orkugjafa. Þessir hljóðbylgjuvitar, sem eru bandarísk uppfinning er
grundvallast á hita, sem radioisotopar gefa frá sér, eiga að geta dregið
20 mílur og enzt í 10 ár. Staða þessara ,,neðansjávarvita“ mun verða
merkt á sjókort, svo að hljóðsjárhlustunartæki megi stilla inn á hin
háu merki þeirra. English Digest
Maginn er eini hluti líkamans, sem hægt er að fullnægja algerlega.
Það er aldrei hægt að fulinægja algerlega þrá mannsheilans eftir nýrri
þekkingu og reynslu og ánægjulegra og þægilegra umhverfi. Það er
þrá, sem ekki er hægt að fullnægja.
Thomas A. EcLison