Úrval - 01.03.1965, Side 124
122
ÚRVAL
ar sams konar búgarður var keypt-
ur nálægt Sittingbourne i Englandi
og rannsóknarstofnun sett þar á
laggirnar.
Siðustu tvo áratugina hefur orð-
ið geysileg þróun í framleiðslu
félagsins á varnarlyfjum til notk-
unar í landbúnaði, og nú er sam-
steypan líklega stærsti framleiðandi
og seljandi heimsins í þeirri grein
með viðskipti við 130 lönd. Starfs-
menn samsteypunnar vinna i nánu
samstarfi við FAO, Matvæla og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
bjóðanna (Food and Agriculture
Organisation), t. d. i baráttunni við
engispretturnar, en henni er stöð-
ugt haldið áfram, og nefnist skor-
dýralyf það dieldrin, sem valið
hefur verið i þeirri baráttu.
Einnig hefur Shell International
Chemical Co. Ltd. haft náið sam-
starf við Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunina (World Health Organis-
ation, WHO) undir stjórn Samein-
uðu þjóðanna. Notkun dieldrins i
lok síðasta áratugs í herferðum
þeirrar stofnunar gegn mýraköld-
unni var mjög veigamikill þáttur
i viðleitninni til þess að útrýma
þeim sjúkdómi. Frá árinu 1955 hef-
ur tekizt að útrýma mýraköldu í
18 löndum, og árleg dánartala
heimsins af völdum þessa sjúkdóms
hefur verið lækkuð úr 6 milljónum
árið 1939 i 1.5 milljónir árið 1963.
Þessar alþjóðlegu herferðir eru sem
raunverulegar herferðir; svo yfir-
gripsmiklar eru þær. En þar
að auki hefur Shellfélagið nú i
þjónustu sinni landbúnaðarsérfræð-
inga í næstum öllum löndum heims.
Þeir vinna með bændum og fyrir
þá að þvi að greina sjúkdóma þá,
sem herja á jurtir og dýr og rann-
saka skordýraplágurnar, sem við
er að etja á hverjum stað. Þannig
leggja þeir grundvöllinn að frekari
rannsóknum hvers vandamáls á
þessu sviði, en lausn þeirra getur
haft það í för með sér, að mannkyn-
ið geti varpað af sér oki sultarins
og sjúkdóma þeirra, sem skordýr
valda. Landbúnaðarrannsóknastofn-
anir Shellfélagsins fá til rannsóknar
um 5000 ný efnasambönd á ári
hverju, svo að takast megi að vega
og meta gagn þeirra sem skordýra-
lyfja, sveppalyfja, illgresislyfja, o,
s. frv. Flest þessi efnasambönd hafa
verið framleidd í eigin rannsóknar-
stofum félagsins.
Sem dæmi um þau áhrif, sem
notkun skordýralyfja geta haft, má
nefna hina yfirgripsmiklu notkun
endrins i Pakistan, en hún hefur
aukið sykuruppskcruna um 35%
miðað við magn það, sem fékkst
áður én efni þetta var notað. Að
fjármagni nemur þetta, upp undir
400 milljónum ísl. króna, en eyða
þurfti um 4 milljónum ísl. króna
í skordýralyf þetta til þess að ná
þessum árangri.
Á Filippseyjum tókst mönnum að
auka hrísgrjónauppskeru af ekru
hverri um 1044 pund með því að
nota lyf gegn hrísgrjónabjöllunni.
Gerð var tilraun til notkunar D-D-
jarðvegsgerilsneyðingarlyfs við tó-
matarækt í Argentínu, og þannig
jókst tómatamagnið upp í 6 tunn-
ur á ekru í mótsetningu við 1.8
tonn, sem fékkst af tómataekrum,
þar sem lyfið var ekki notað. Kostn-
aðurinn við lyfið var tæpar 4.000