Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 130
128
ÚRVAL
1 landafræðitíma var kennarinn að
segja frá Kína og manngrúanum þar.
Hann tók dæmi: „Þó Kinverjar
gengju í fjórfaldri röð fram af
bjargi mundi röðin aldrei taka enda.
Einn nemandinn horfði spurnaraug-
um á kennarann, sem sagði þá til
frekari skýringar: „Jú, sjáið til,
fjölgunin yrði meiri hjá þeim, en sá
fjöldi sem gengi fram af bjargbrún-
inni.“
Einn nemandinn hugsaði síg um
andartak, en sagði siðan: „E'n hvernig
má það vera? þeir eru jú alltaf á
göngu. S.B.
—-★
Þegar ég svaraði í símann, heyrði
ég karlmannsrödd segja: „Komdu yf-
ir.“ Ég svaraði ekki og var þá aftur
sagt: „Komdu yfir við bíðum eftir
þér.“ Undrandi sagði ég: „Með leyfi
að spyrja, við hvern viljið þér tala?
Það var nokkur þögn, en þá var sagt:
„Afsakið ónæðið, ég hef fengið skakkt
númer. Enginn sem ég þekki segir:
Með leyfi að spyrja“ J.H.S.
-—★
Ég var kallaður fyrir umferðar-
dóm vegna stöðumælasektar. Ég gaf
þá skýringu að ég hefði talað við
lögregluþjóninn sem skrifaði mig upp
og hann hefði sagt mér að hann mundi
afturkalla kæruna.
Dómarinn spurði mig þá hvort ég
þekkti lögregluþjóninn aftur ef ég
rækist á hann. Ég kvað svo vera.
„Nú,“ sagði dómarinn þá, „næst þeg-
ar þú sérð hann þá ættirðu að rukka
hann um 100 kr. sem er sekt sem þú
átt að greiða núna.“ J.M.
—-★
Ýmsar sögur eru til um riddara-
legt fas og framkomu Gríms Thom-
sens. Hann var kunnugur þekktri
söngkonu, norskri, og eitt sinn eftir
söngskemmtun, sem hún hélt i Kaup-
mannahöfn, ætlaði hann að fylgja
henni heim í vagni.
Rigning var á um kvöldið og voru
gangstéttar votar. Þegar Grímur og
Primadonnan komu út í anddyrið
voru þrepin rennvot. Grímur bar
dýrindis kápu á öxlum, svipti henni
af sér og breiddi hana á þrepin, en
söngkonan steig á kápuna og því
næst upp í vagninn.
Grímur settist við hlið hennar í
vagninum, ók burt og lét kápuna
liggja.
—— ★
Nokkrum dögum eftir að ég var
skorinn upp við magasári, kom yfir-
læknirinn á stofugang og sá um leið
heilmikið af blómum sem kunningjar
og vinir höfðu sent mér á sjúkrabeðið.
Hann þefaði út í loftið og tók rós
í hendi sín og sagði kankvíslega: „Það
lítur út fyrir að þú ætlir að hafa
þetta af. Fólk i þessari borg er ekk-
ert hrifið af að senda blóm til þess
sama tvisvar." R.M.