Úrval - 01.05.1965, Síða 20

Úrval - 01.05.1965, Síða 20
18 ÚRVAL manns og bjarndýrs hafi lyktað með glímu þeirra. „Þetta hljómar að visu sem ævintýri,“ skrifar hann, „en samt er þetta dagsatt.“ Zetterberg er þeirrar skoðunar, að enda þótt björninn taki mót- stöðumann sinn fangbrögðum eða skelli honum til jarðar, þá ætli hann sér aðeins að ávinna sér virð- ingu hans og' losa sig þannig úr þeirri hættu, sem hann álitur sig' vera í. Jafnvel þótt björn sé særður, notfærir hann sér þó ekki fyrir alvöru sína ofboðslegu krafta. Þeg- ar honum hefur tekizt að varpa mótstöðumanni sínum til jarðar, getur hann auðveldlega veitt hon- um alvarleg bitsár, en slíkt gerist aldrei, að því er Lapparnir halda alveg ákveðið fram, að björn drepi mann, líkt og hann drepur önnur stór dýr. Venjuleg fæða norræna skógar- bjarnarins er jurtir, skordýr, snigl- ar og önnur smádýr. En þó eru til einstaklingar meðlal þeirra, sem rándýrseðlið hefur náð algerum tökum á. Þetta getur verið vegna arfgengra hneigða, sem koma einn- ig fram hjá öðrum bjarndýrateg- undum, eða dýr þessi hafa af til- viljun fengið auðveldan aðgang að rikulegri „kjötbirgðum“. Ekki eru þessir „afvegaleiddu" einstakl- ingar margir. Lappar hafa þó þekkt þá allt frá elztu timum og skoðað þá sem hina verstu óvini hreindýra- hjarða sinna. Og eftir að landnem- ar hafa setzt að í hinum nyrztu héruðum Norðurlanda, hafa hús- dýr þeirra, svo sem kindur, geitur, kýr og hestar, orðið fórnardýr þess- ara einstöku bjarndýra. Þessi bjarn- dýr hafa hlotið nafnið „höggbirn- ir“, því að þau drepa fórnardýr sín með því að slá þau í rot. Það er einkennandi fyrir bjarndýr þessi, að það er sem þau séu ekki meðvitandi ódæðisverka sinna. Þau eru mannfælnari og varkárari en hin gæfu grasbjarndýr, en einn- ig ágengari. Eftirfarandi frásögn er til af á- sókn „höggbjarnar" eins í Ammar- nashéraði í Norður-Sviþjóð: Land- nemi einn i Ammarnas, Janken að náfni, hafði árum saman misst mörg húsdýr sín vegna árásar „slagbjarnar“ eins, en allar tilraun- ir til þess að ráða niðurlögum ræn- ingjans höfðu reynzt árangurslaus- ar. Skotvopn þau, sem landnem- arnir réðu þá yfir, voru mjög forn- fáleg, og þar að auki kusu menn þá helzt að ráðast gegn bjarndýr- um með öxum og spjótum að vopni. Nótt eina hafði bjarndýrið brotizt inn í fjárhús landnemans með þvi að lyfta hurðinni af hjörum. Til allrar hamingju var þetta ekki einn af hinum allra illskeyttustu „slag- björnum", sem drepa bara vegna drápsins, þvi að þá hefði orðið þarna um sannkallað blóðbað að ræða. Þarna hafði bara verið á ferð- inni bjarndýr, sem drap einstaka sinnum til þess að seðja hungur sitt. Þegar bjarndýrið kom í heim- sókn í næsta skipti, kom það að svo vel varinni hurð, að það gafst upp við allar tilraunir sínar til þess að komast þar inn í fjárhús- ið. Þess í stað klifraði það upp á þakið, reif gat á það og komst þann- ig að i'énu. í þetta skipti sást til dýrsins, þegar það stökk niður af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.