Úrval - 01.05.1965, Síða 94
92
ÖRVAL
hafa unnið að borunum á Eikareyju
fyrir samtök nokkurra olíukónga i
Texas: — Einhver gerði sér tölu-
vert ómak við að grafa eilthvað
hér. Og nema hann hafi veriS mesti
grínisti, sem nokkru sinni hefur
verið uppi, hlýtur það aS hafa
veriS erfiðisins virSi.
STAÐANÖFN 1 MEXlKÓ
Mexikóborg (Mexico City) heitir Tenochtlitlan á Indiáanmáli, sem
þýðir beinlínis „Hjá Nopalkaktusunum", og er nafnið sett saman úr
orðunum steinn, nopalávöxtur og hjá. Af þeim hundruðum þúsunda
staðanafna, sem fyrir finnast í Mexíkó, eru langsamlega flest af indí-
ánskum uppruna.
I eyrum annarra en Indiána hljóma þessi nöfn einkennilega og fram-
andlega. Þau virðast oft næstum ótrúleg, en í augum þeirra, sem
kunna mál hinna gömlu Indíána, tákna þau aðeins einföld orðasam-
bönd, sem lýsa sérkennum hvers staðar oftast á skemmtilegan og at-
hyglisverðan hátt. Algengt er, að orð þessi lýsi möguleikum staðarins
til þess að þar megi draga fram lífið, frjósemi jarðvegarins og nytja-
jurtum, t.d.
Zoquipa — I leðjunni.
Tabasco — Landið, þar sem jarðvegurinn er rakur.
Chíltecpintla — Staður hinna mörgu rauðu piparjurta (spænsks
pipars).
Miahuatlán — Nálægt kornöxunum.
Uppruna margra staðanafna má einnig rekja til dýra. Þar úir og
grúir af hjörtum, þefdýrum, tígrisdýrum, kaninum, ormum, slöngum,
sporðdrekum, fiskum, froskum, öpum ö. s. frv. Venjulega er dýrið að-
eins nefnt með nafni — án viðbótar til nánari lýsingar:
Chapola — Þar sem eru margir humrar.
Atzcapotzcalco -— Landið, sem er ræktað af maurum.
Tuxtla — Þar sem úir og grúir af kaninum.
En einnig koma fyrir undantekningar frá þessari reglu, t. d.:
Coyoacán — Staður hins grindhoraða sléttuúlfs.
Ayotochcuitlatla — Þar sem saur beltisdýra hrúgast upp.
Hugmyndir fyrri, frumstæðs tima um heilbrigði, lif og dauða birtist
einnig í mörgum staðanöfnum, t. d.:
Cimatán — Heimili kláðans.
Antotonilco — Þar sem eru hlýjar, heilsusamlegar lindir.
Mictlancuauntla — - Staðurinn, sem er fullur af dauðu fólki.
Oft eru vegir nafnagiftarinnar algerlega órannsakanlegir. Hvað mynd-
uð þér, lesandi góður, t. d. segja við því að búa í:
Coapatonga (Stað hinna krömdu slangna).
Xico (I naflanum)
eða Chalco (Ék skal brjóta neðri kjálkann á þér)!!!
Vor Viden