Úrval - 01.11.1965, Síða 23

Úrval - 01.11.1965, Síða 23
RICHARD STRAVSS OG SNILLIGÁFA HANS 21 spretta sköpunarmáttarins þverri á fullorðinsárunum, en raunverulega var hún þegar þverrandi, áður en hann náði fimmtugsaldri. Hefði hann ekki verið jafn frábært og mikilvægt tónskáld og hann var, og er enn í dag, þá hefði ekki verið alveg út af eins sársaukafullt að svara þessarri spurningu. Ég held (og það er raunverulega tilefni til þess, að ég leyfi mér þetta persónu- lega mat á Strauss), að ég hafi, eft- ir margra ára eftirgrennslan, fund- ið lykilinn að þessari ráðgátu. í mínum huga er enginn vafi á því, að allt fram að fyrri heims- styrjöldinni hafi Strauss verið eitt hinna þýðingarmestu og frábær- ustu tónskálda allra tíma. Hér skal ekki um það rætt, hvort hann muni endast jafn lengi og Beethoven eða Mendelsohn. Ég er þess algerlega fullviss, að sá Strauss, sem samdi fimm eða sex af fyrstu tónaljóð- unum og sá Strauss, sem samdi fyrstu þrjá söngleikina miklu, mun lifa áfram um marga áratugi, ekki aðeins í Miinchen og Salzburg og Vín, heldur hvarvetna þar sem til verða snjallar sinfóníuhljómsveitir og söngleikasvið með ágætum söng- kröftum. Ég tel vissulega að sérhver at- kvæðamikill skapandi listamaður, hvort heldur hann er tónskáld, mál- ari eða rithöfundur, sé fulltrúi þess tímabils, sem hann starfar á, og Strauss er framúrskarandi og frá- bær fulltrúi Vilhjálms (keisara)- tímabilsins. Á þessu sérstæða tíma- bili, varð útþensla Þýzkalands svo brj álæðisleg, að hún leiddi til á- reksturs við Bretland, sem endaði í heimsstyrjöld. Strauss er fulltrúi, í beztu og verstu merkingu þess orðs, þessa Vilhjálmstímabils, en eðli hans sem fulltrúa var þannig farið, að það gat ekki samlagazt þeim djúptæku breytingum, sem fyrri heimsstyrj öldin olli á öllu menningarkerfi voru. Hann gat blátt áfram ekki endurspeglað þá veröld, sem kom í kjölfar hinnar ægilegu óhamingju áranna fjögurra, 1914 til 1918. Ég gæti trúað að tón- skáldið Strauss, sem á yngri árum sínum var mjög opinskár, hafi eftir styrjöldina orðið dulur og einrænn, og aðeins ritað fyrir sjálfan sig. Þessari trú minni til stuðnings, vildi ég benda á val hans á söngleikja- textum og hinar stöðugu umbætur á tónlistarreglum í úreltum stíl. Andi keisaratímabilsins, sem er svo glæsilega fram settur, svo glæsi- lega túlkaður í mörgum af fyrstu tónaljóðum og miklu söngleikjum Strauss, hefur eðlilega vakið hávær andmæli á vorum dögum, hjá nokkr- um af vorum gáfuðu og skarp- skyggnu gagnrýnendum. Ef til vill er þeim ekki ljóst, að ætla má að eitt tilefnið til andmæla þeirra sé innri andúð á allri Wagner-Vil- hjálms samsuðunni. Mönnum hefur hætt til, einkum í kjölfar nazistatímabilsins, að draga algerlega í sama dilk (sem ekki er fyllilega réttmætt) skapandi anda manna, eins og Wagners og Strauss, ásamt hinum verstu manntegundum í allri stjórnmálasögu Þýzkalands. Enda þótt allmiklar líkur séu til þess að bæði Wagner og Strauss hafi verið hatramir Gyðingahatar- ar, og fasistiskir í heimspeki- og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.