Úrval - 01.11.1965, Síða 27
RICHARD STRAUSS OG SNILLIGÁFA HANS
25
aldrei að geta talizt verulega drama-
t.iskt.
Um þetta leyti gerir Strauss einn-
ig við ýms tækifæri tilraun til að
vefa saman fleiri en eitt stef. Fugöt-
ur hans eru lævíslega samdar. Hann
setur stuttan og mjög akademiskan
(fræðilegan) fugu-(stefju) kafla í
Zarathustra, þar sem aukafyrirsögn-
in, „Vísindi“, gefur í skyn að Strauss
skoði fugur sem táknrænar fyrir
tónlistarvísindi. Tónaflækjurnar
(intricaeies) í þessum sérstaka kafla
eru raunverulega meiri fyrir augað
og til ánægju fyrir lesandann; í
þeim eru ekki aðeins innifalin fugu-
tilsvör (fugal responses) í fimm-
undahringjum, sem liggja frá C til
G til D til A, heldur einnig há-
vísindalega, eða eigum við að segja
stærðfræðilega, samsettu breikkun
á ljóðformi. Það er mjög skemmti-
legt, hvernig hann notar þríundir,
hálfþríundir og tvöfaldar hálfþrí-
undir.
Ein er sú spurning, sem ég hef
aldrei getað svarað, en hún er sú,
hvort Strauss mundi hafa getað
samið fugötu, sem ekki væri aka-
demisk. Upphafið á þriðja þætti í
Rosenkavalier er í fugötustíl, og í
nokkrum af síðari hljómsveitarinn-
gangsköflum gerir hann ósviknar
polifoniskar tilraunir. Sexraddaði
forleikurinn að síðasta leiksviðs-
verki hans, Capriccio, er ein slík
tilraun. Ég hafði einu sinni tækifæri
til að heyra þetta verk á hljómleik-
um, ásamt Metamorphoses fyrir
tuttugu og þrjá strengi, og hvorugt
þessara verka frá síðari hluta ævi
hans geta talizt annað en æfingar í
tónsmíði, vafalaust tómstundaiðja
tónskáldsins á gamals aldri. Hann
átti rétt á þessari ánægju, þar sem
hann hafði lagt tónlistinni til ódauð-
legan skerf — ódauðlegan að því
leyti, að hann mun halda áfram að
vekja fögnuð manna í margar kyn-
slóðir. En polyfoni var ekki hans
sterka hlið, sem kann að vera skýr-
ingin á því, að hann gat ekki gengið
sömu leið og Schönberg.
Jafnvel söngþættir hans, hversu
glæsilega sem hann fer með raddir,
eru sjaldan fullkomlega polyfon-
ískir. Til dæmis í þrísöngnum i
Roserikaválier, eru aldrei þrjár full-
komnar laglínur. Það er ávallt ein-
hver undirleikur eða einhver ífyll-
ing. Hann fer frábærlega fimlega
með nótur og gat gefið margt í skyn,
sem aldrei kom fyllilega fram. En
það sem aldrei vantaði, allt að, og
áð meðtöldum, stórum köflum af
Frau ohne Schatten, og síðar í köfl-
um af Arabella, var mikil hug-
myndaauðgi í sköpun sönglaga (tun-
es) — stundum mótuðum eftir liðn-
um tímabilum stundum samhæfð-
um á smekklegan og hugvitsamleg-
an hátt — tónahöll, sem alltaf hélt
áhuganum vakandi, og fagrir stefja-
millileikir, þegar tónskáldið varð
innblásið af hinu bókmenntalega
verkefni.
Verk eins og Don Juan og Eulen-
speigel, og mestur hlutinn af HelcL-
erileben, af Don Quixote og af Zara-
thustra, eru ekki samin of oft á
öld, og þegar ég gagnrýni undan-
dráttarlaust það, sem ekki er ó-
svikið hjá Strauss, þá er það sökum
þess að ég held, að tónskáldsins
hefði ekki verið minnzt á ákaflega
mikið réttari hátt á aldarafmæli