Úrval - 01.11.1965, Side 88
86
ÚRVAL
voldugur hópur innan ættflokksins
gerðist óánægður með stjórnina.
Gallísku ættflokkarnir sótti sam-
eiginlega samkomu í Lugdunum
(Lyons), þar sem nöfn sextíu ætt-
flokka voru skráð á altari, sem var
tileinkað Sæsari Augustusi, en
prestarnir (druidarnir) komu sam-
an árlega í landi Carnutanna.
Prestarnir virðast hafa gegnt
mörgum hlutverkum; og sumir forn-
ir fræðimenn, gerðu greinarmun á
skáldinu (bard), sem hélt vörð um
og útbreiddi sögu og erfikenningar
ættflokksins, sjáandinn, sem sagði
fyrir framtíðina af hegðun manna,
sem fórnað var, og hinum eiginlega
druida (presti), sem var kennari
í siðfræði, dómari í deilum og
stjórnandi við fórnfæringar.
Þeir prestar, sem Cæsar komst í
kynni við, voru forréttindastétt,
undanþegnir skatti og herþjónustu.
Þeir lögðu stund á spádóma og voru
viðstaddir fórnfæringar. Þeir voru
settir undir einn yfirprest, sem val-
inn var á hinni árlegu samkomu,
og hafi Diviciacus verið táknrænn
fyrir þá, og tóku þeir fullan þátt í
stjórnmálum ættflokksins. Augustus
lét sér nægja að banna sérhverjum
rómverskum borgara í Gallíu að
taka þátt í hinum „villimannlegu
og hræðilegu helgisiðum drúidanna,
segir Suetonius, en Claudius bann-
aði þá algerlega. Að öllum líkindum
var þetta bann mótleikur gegn hugs-
anlegu uppreisnarsamsæri; og sá
þáttur, sem prestarnir áttu í brezku
uppreisninni árið 61 e. Kr., stað-
festir fyrri grunsemdir rómversku
keisaranna. í stétt drúidanna voru
eingöngu tekin börn frjálsborinna
hermanna; og hún var höfð í mikl-
um hávegum. Á fyrstu öld f. Kf.
var talið, að kennsla í kenningum
drúidanna væri fullkomnust í Bret-
landi, og gallískir nemendur fóru
yfir sundið til frekara náms — sem
gat tekið tuttugu ár. Allar kenn-
ingar drúidanna voru kenndar
munnlega, og það var ekki fas (rétt)
að láta skrifa þær niður.
Svo virðist sem í kenningum drú-
ídanna hafi falizt sálnaflakkskenn-
ing, og jafnframt trú á dánarheim,
sem var sælla og ríkulegra fram-
hald jarðlífsins. Grikkir og Róm-
verjar voru sérstaklega næmir fyrir
hinni sterku trú keltanna á fram-
haldslífið og sagnir ganga af mönn-
um, se m tóku lán gegn skuldabréfi,
sem greiðast mætti í öðrum heimi,
og einnig af mönnum sem fleygðu
bréfum á líkbál hermanns í fullu
trausti þess að hinn dáni mundi
lesa það.
Svo virðist, sem menn hafi ekki í
Gallíu tilbeðið guðina í musterum,
gerðum af mannahöndum, heldur í
helgum lundum eins og hinum
hræðilega helgidómi, sem Lucan
lýsir í Pharsálíu: „ölturin voru
þakin viðbjóðslegum fórnum, og
sérhvert tré var atað mannsblóði.
Hjátrúarfullir heimamenn þóttust
heyra stunur frá leynihellum ...
héldu að slöngur vefðu sig um eik-
urnar, sem stóðu í björtu báli en
brunnu þó ekki. Enginn þorði að
fara inn í þennan lund nema prest-
urinn, og jafnvel hann hélt sér fyrir
utan um hádegið, og í dögun og
við dagsetur." Og í guðsdýrkun í
Gallíu fóru vissulega fram manns-