Úrval - 01.11.1965, Side 103

Úrval - 01.11.1965, Side 103
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 101 að dveljast hjá sér og hann var um kyrrt hjá þeim í tvo daga. Þetta atvik bregður ljósi yfir leyndardóminn mikla — hvernig trúarbrögð, sem áttu upptök sín í afskekktu héraði lítils lands, gátu breiðzt út um heiminn á svo skömm- um tíma. Þessi trúarbrögð urðu ekki sigursæl vegna þess að það væri þörf fyrir nýja trú. Astæðan var sú, að Jesús vissi hvernig hann átti að vekja athygli hinna áhugalausu og hann kenndi lærisveinum sínum þessa list. Allar samræður Jesús eru þess virði að þær séu íhugaðar gaum- gæfilega. Dag nokkurn, þegar hann gekk fram með Galíleuvatni, sá hann tvo fiskimenn, sem hann vildi gera að lærisveinum sínum. Þeir voru að leggja dragnet og ræddu um aflabrögð og annað, er snerti starf þeirra. Hvernig ávarpaði Jesús þessa fiskimenn? Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér, og ég mun láta yður verða mannaveiðara." Veiða. . . mannaveiðarar — það var ný hugmynd. Hvað átti hann við? Þetta var forvitnilegt. Hann sat uppi í brekku nokkurri og frjósamt landið blasti við. Margir af tilheyrendum hans voru bænd- ur. Hann sagði þeim dæmisöguna um sáðmanninn: „Sjá, sáðmaður gekk út að sá. Og er hann var að sá, féll sumt við götuna, og fugl- arnir komu og átu það upp . . . “ Höfðu áheyrendur áhuga á sög- unni? Þessi kennimaður var ekki ófróður um erfiðleika bændanna, hann vissi að krákurnar átu korn- ið á ökrunum. Það sakaði ekki að hlusta á hann dálítið lengur.... Jesús vissi líka vel, hvernig hann átti að bregðast við mótbárum, enda þótt hann forðaðist deilur. Hann tryggði oft málstað sínum sigur með einni spurningu. Farísearnir höfðu lagt gildru fyrir hann. Hvíldardag nokkurn komu þeir með mann, sem hafði visna hönd, og létu hann bíða í musterinu, unz Jesús kæmi. Ef Jesús læknaði hann, mundi það vera brot á lög- málinu, því að það bannaði alla starfsemi á hvíldardegi. Jesús skildi strax, hvað var á seyði, en hann lét það ekki aftra sér. Hann sagði við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Farísearnir þyrptust að, því að þeir töldu víst, að Jesús væri að falla í gildruna, sem þeir höfðu lagt svo kænlega. En hann spurði þá: „Mundi sá vera nokkur á meðal yðar, er á eina sauðkind, að hann taki ekki í hana og dragi hana upp úr, hafi hún á hvíldardegi fallið í gryfju? Hve miklu er nú maðurinn meira virði en sauðkind!" Hann beið eftir svari, en þeir þögðu. Faríseunum var ljóst, að ef þeir héldu því fram að lögmálið bannaði að vinna góðverk, þá var virðing þeirra og álit í hættu. Þeir gengu út og báru saman ráð sín Þáu þrjú ár, sem Jesús starfaði opinberlega, varð honum aldrei orðfátt og hann bar ávallt sigurorð af andstæðingum sínum. Allir gátu náð tali af honum — á markaðstorg- inu, í musterinu og á strætum úti. Það varð eins konar íþrótt lærðra og fyndinna manna að etja kappi við hann. Farísearnir reyndu það og hinir skriftlærðu reyndu það, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.