Úrval - 01.12.1968, Síða 3
Stiarnan í austri
Á jólum vér lítum drottins draum,
sem djásn yjir himins brám,
er stjarna oss tindrar úr austurátt
frá ómœlisvegum hám.
Þar brennur hnattanna leiSarljós
á loftsœvi fagurblám.
Og stjarnan fegurstu birtu ber,
svo blikskœrt er hennar Ijós,
að hjá því er dagsólin döpur á hvarm
og dauðaföl mánans rós
og norðljósaáldan blœlaus og bleik,
sem brimar við himins ós.
A skugganna vœng um skelfda jörð
fer skammdegisnóttin hljóð.
I vestrinu opnast dauðans dyr
um dreyruga heljarslóð.
En geislinn titrar með töfrastaf
gegnum tár, er hníga sem blóð.
Því stjarnan i austri við myrkramakt
á morguneldanna svör.
Hún eykur hjartanu lofsöngslag,
þótt Ijóðið frjósi á vör,
og fortjald rökkursins rofnar ítvennt,
er reiðir hún Ijóssins hjör.
Frá hirðingjans jötu hún lýsir leið,
sem liggur að krossins trjám,
sem hugsjóna eldblys eilíft skín
yfir áldanna fjöllum blám.
Mót henni vér göngum hinn grýtta
veg,
þótt göngum síðast á knjám.
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum.
Úrval
Útgefandi; Hilmir hf., Skipholti 33,
s.'mi 35320, P. O. Box 733, Rvík. —
Ritstjórn:
Gylfi Gröndal,
Sigurður Hreiðar,
Sigurpáll Jónsson.
Dreif ingarstjóri:
Oskar Karlsson.
Afgreiðsla:
Blaðadreifing, Skipholti 33,
sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson.
Prentun og bókband;
Hilmir hf.
Myndamót:
Rafgraf hf.
Kemur út mánaðarlega. — Verð
árgangs kr. 400,00, í lausasölu kr.
40,00 heftið.