Úrval - 01.12.1968, Síða 7

Úrval - 01.12.1968, Síða 7
ÍSLENZK HEIMSÞEKKING Á FYRRI ÖLDUM 5 Eysteini Ásgrímssyni munki, sem frábært skáld var, og sjá hvað hann hefur fram að færa í þeim efnum. Þar verður fyrir þetta skemmtilega erindi, þar sem hann er að lýsa för Gabríels erkiengils niður í mannheima: Leið, sigrandi páfugls prýði pentað innan firmamentum Gabríel sem geisli sólar gleðilegr í loft hin neðri. Þarna kemur berlega í ljós hvern- ig Eysteinn munkur hugsar sér himininn, hann heldur að hann sé m;kil skál á hvolfi yfir jörðunni, og sé sú máluð innan, pentuð. Það er annars töluvert vítt til veggja þarna hjá Eysteini, miðað við það sem þá gerðist, því að þetta er langt fyrir ofan hin neðri loftlög, sem liggja yfir jörðunni. En skál var það nú samt, firmamentum, og er athyglisvert að hann skreytir sig þar með útlendu orði. Ef litið er til annars mesta skálds þessa miðaldatíma íslendinga, Hall- gríms Péturssonar, þá verður þess ekki vart í Passíusálmum hans eða öðrum kveðskap, að heimsfræði hans sé neitt i átt til nútímans. En þó gæti það, hve fáorður hann er um þau efni, bent til þess, að hann væri að sneiða hjá því, sem hann þó hefði einhvern tíma haft veður af, og ekki var gott að koma heim og saman við trúarhugmyndirnar. Trú- arhugmyndirnar hafa þá og því að- eins áhrifamátt, að þær séu bornar fram í einlægni. En undireins og boðbera þeirra fer að gruna að þær séu ekki að öllu leyti sannar, miss- ir boðskapurinn þennan kost. Á fjórtándu öld var ekkert hik á mönnum að tala um hvelfingu, því ao annað hvarflaði þá ekki að þeim. En á sautjándu öld var hinn nýi skilningur kominn fram og ein- staka menn vissu um hann, líklega einnig hér á landi, þótt ekki kunni ég að greina örugg dæmi um það. Gat þetta orðið til að setja mönnum einhvern vafa um réttmæti hinnar fornu kenningar, þótt fjarlægur virtist hinn nýi skilningur og ekki sigurvænlegur í bráð. Guðmundur Andrésson, sem skrifað hafði gegn Stóradómi, en það var meira en nokkur annar mað- ur hafði þorað, sat í fangageymsl- unni Bláturni í Kaupmannahöfn, en slapp þaðan með undarlegu móti og fékk frelsi. Hann hafði setið úti í glugga og verið að skoða stjörnur, en gætti sín ekki og féll, og kom óskaddaður niður. Áður en hann varði var hann kominn mitt á með- al konungsfjölskyldunnar og varð honum það til bjargar. Þetta var um 1650 og um þær mundir var hinn nýi heimsskilningur farinn að breiðast út um alla Evrópu, þótt lágt færi og leynt víða. Það er ekki ólík- legt að stjörnuskoðarinn Guðmund- ur, hafi orðið af fslendingum einna fyrstur til að gera sér grein fyrir því hvað stjörnurnar eru, því að hann virðist einmitt hafa verið þannig gerður, að slíks mætti vænta af honum. Síður er ástæða til að ætla slíkt um biskupana Odd Ein- arsson og Guðbrand Þorláksson, þó að báðir hefðu lagt stund á stjörnu- fræði af miklum áhuga og lifðu báðir fram á þá tíma að sá skiln-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.