Úrval - 01.12.1968, Page 8

Úrval - 01.12.1968, Page 8
6 ÚRVAL ingur var kominn fram en ekki al- mennur orðinn. Hefðu þeir verið nógu miklir framfaramenn, og nógu vakandi fyrir því sem bezt var rit- að um stjörnurnar í öðrum löndum, þá hefðu þeir getað miðlað þjóðinni merkari fróðleik en þeir gerðu. En því var nú ekki að heilsa. Til þess var rétttrúnaðarmyrkrið of svart í kringum þá, einkanlega Guðbrand, sem mikill afkasta- og hæfi- leikamaður var reyndar, en ekki að sama skapi farsæll, og verður þó þess að geta að hann mældi fyrstur nákvæmlega hnattstöðu á íslandi, en sá staður var Hólar í Hjaltadal. Hvað Odd snerti þá hafði hann verið nem- andi Tycho Brahes eins og Kepler síðar og var því ekki von á því að hann tæki þaðan við réttum heims- skilningi. En hefði hann skrifazt é við Kepler, þá hefði hann mátt bet- ur fræðast. Það er líka nógu eftir- tektarvert, að Kepler skrifaði, lík- lega fyrstur manna í öðrum löndum, bók þar sem íslendingur er sögu- hetjan, og er sú bók um ferð til stjarnanna. Ef litið er til hins þriðja höfuð- skálds hinna íslenzku miðalda, Jóns Arasonar biskups, þá lifir hann fram um 1550 og því engin von til annars en að hann sé miðaldamað- ur hvað heimsfræði snertir. Það má sjá að hann hefur haft sínar hug- myndir um himnana, og má vera að hann hafi þar að nokkru orðið fyrir áhrifum af Snorra Sturlusyni. Allrasvartast var miðaldamyrkr- ið hér á landi um 1400, eða nálægt því sem Svartadauði gekk yfir, og er nú fróðlegt að kynnast hugsana- gangi þeirra manna, sem þá hófust hér til mestra virðinga. Þykir mér enginn í því sambandi eftirtektar- verðari en Arni Ólafsson, norskur maður líklega, sem um tíma var ábóti, en síðar biskup. Ferli hans er svo lýst að hann var svo fésæll, að menn vissu varla dæmi til slíks, og höfðu þó margir hinna útlendu bisk- upa auðgazt vel á sálugjöfum, af- látssölu og ýmsu þvílíku, en engum gafst eins vel og Árna þessum. Árni hafði farið suður í lönd og séð þar mörg stórmerki, bæði kirkjuleg og önnur. Meðal annars kom hann í þann stað er Affrica heitir og sá þar sverð Sigurðar Fáfnisbana og tönn úr Starkaði gamla, var sverð- ið tíu feta langt og spönn betur, en tönninn þverrar handar löng og breið, fyrir utan það sem í holdinu hafði staðið. Sýnir þetta að um þær mundir mátti segja mönnum hér á landi hvað sem vera skyldi, ef sá sem sagði hafði aðeins nógu góða aðstöðu til að láta trúa sér. En þetta gefur einnig glögga hugmynd um, hver breyting var orðin á hugsun- arhætti landsmanna frá því um 1200 eða frá því um 1000. Á þeim tímum hefði ekki þurft að bjóða mönnum sögur eins og þessar, og hefðu þeir mátt hafa annað sér til auðgunar, sem það hefðu viljað reyna. Maður sem fór hér um með „helgan dóm“ á tíundu öld, fékk háð eitt að laun- um. „Drengur hlýddi mér engi“, segir hann í vísu sem enn er varð- veitt, og verður það að teljast all- merk heimild. Og þó að nokkuð væri breytt um 1200, þá var raun- sæið enn ríkjandi að miklu leyti, og hafa jarðteinasögur biskupanna frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.