Úrval - 01.12.1968, Síða 9

Úrval - 01.12.1968, Síða 9
ÍSLENZK HEIMSÞEKKING Á FYRRI ÖLDUM 7 þeim tíma allt annan svip en þetta sem síðar kom fram. Annað dæmi um hugsunarhátt 14. aldar er það sem fram kemur í lýs- ingunni á Heklugosinu 1341: „Þeim sýndust fuglar fljúga í eldinum, bæði smáir og stórir, með ýmsum látum. Hugðu menn vera sálir“. Þetta og margt annað ber greinileg- an vott um, að tíminn var þarna orðinn annar en á þjóðveldisöld. Hinir fróðu menn, eins og Sæmund- ur og Ari, eða Stjörnu Oddi og Þor- steinn surtur, hefðu ekki farið að telja vikur eða hraunslettur úr eld- gosi vera fordæmdar sálir, og ekkert slíkt mun hafa komizt á blað á þjóðveldisöld. Greindin og mann- vitið mátti sín mikils hér á landi á þeim tíma, betur en víða annars staðar, og betur en síðar varð. Gef- ur þetta eins og ég sagði mikla ástæðu til að skipta þjóðarsögunni í kafla eftir vitstigi. Fer þá ekki á milli mála, að tímabilið frá fjórt- ándu öld til sautjándu aldar, að báðum meðtöldum, fær lægsta eink- unn, en þær aldir voru jafnframt mestu hörmungaraldir sögunnar. Það er eitt einkenni þeirra alda, að þá er mikið um heimsádeilukveð- skap. Mörg helztu kvæði frá þeim tíma eru þess efnis eða kveða við þann tón: „Heimsósómi", „Aldar- háttur“, „Aldasöngur“ heita þau og fleiri slíkum nöfnum, og frá sautj- ándu öld er líka kjarnyrðið: „heim- ur versnandi fer“. Menn lögðu það í vana sinn að hallmæla „veröld- inni“ fyrir það hve ill hún væri, og fer nú ekki hjá því að þeir sem þannig ortu, hafa verið búnir að þreifa á þeim sannleika. En aðal- undirrótin að slíku er þó sá hugs- unarháttur sem undir býr, og mun- urinn á þessum mönnum og fram- faramönnunum sem á eftir komu er sá, að hinir síðarnefndu gerðu sig heimakomna í veröldinni, þ.e. settu sér raunveruleg markmið. Hefur Jón Sigurðsson tekið til orða eitthvað á þá leið, og um Eggert Ólafsson mun mega segja nokkuð hið sama. Það er með öðrum orðum heimspekin sem ræður stefnunni, og þegar í byrjun 18. aldar er hér farið að tala frjálslega um heims- speki og heimsspekinga, og sýnir það ásamt öðru að þá eru straum- hvörfin að verða. Það að eymd og allsleysi varð jafnvel enn meira á átjándu öld en áður, stafar af því að þjóðin var svo djúpt sokkin um 1700 að varla voru nokkur efni til við- reisnar, varla nokkrir kraftar t 1 að rétta við það sem niður hafði fallið. En engum getur dulizt, að stefnan eða andinn er allur annar en áður hjá þeim mönnum sem bezt eru að sér eða mest kveður að. Alla kaflaskiptingu eða tímabila- skiptingu í mannkynssögu verður að taka með þeim fyrirvara, að margt lifir eftir af einkennum hinna fyrri tímabila fram eftir þeim sem á eftir koma. Þannig sagði fóstra mín mér í æsku frá því, eftir fólki sem hún mundi, að eitt sinn þegar það var við engjaslátt um há- bjartan dag. kom yfir myrkur á þann hátt sem enginn hafði áður séð. Fólkið flýtti sér heim og fór í sparifötin af því að það hélt að kominn væri dómsdagur. En þetta var raunar almyrkvi á sólu, sem mun hafa orðið árið 1834. Hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.