Úrval - 01.12.1968, Síða 10

Úrval - 01.12.1968, Síða 10
8 ÚRVAL almenningur þá enn verið býsna ófróður um náttúrufyrirbæri. Þó að meir en öld væri liðin frá því að hins vísindalega anda fór að gæta hér í landssiðum og lands- stjórn. Á sama hátt má rekja þræð- ina í heimsskoðun miðaldamanna langt aftur fyrir 1300 og allt aftur í forneskju. Hugmynd Eysteins um „firmamentum“ var að vísu útlend, eins og orðið ber vott um, en í raun og veru var hugmynd fornskálda um þetta efni hliðstæð, eins og kenningar þeirra sýna. Þeir kalla himininn vind-ker, él-ker, sól-tjald, Ýmis-haus, og þar fram eftir göt- unum, líkt og Hómer kvað forðum um hinn „eirsterka himinn“, eftir því sem þýtt er. Og Egill Skalla- grímsson segir í Sonartorreki að guð hafi lyft syni sínum upp í Goð- heim, og sýnir það að Egill hefur hugsað að goðheimur væri uppi yf- ir, enda er Egill goðsögulegur í mjög ríkum mæli, og að því leyti skyldur í eðli þeim Eysteini Ásgrímssyni og Hallgrími Péturssyni, einkum hin- um síðarnefnda. En ef leita skal yf- irlits yfir heimsfræðiskilning þjóð- veldisaldar dugir ekki að einblína á skáldin, því að list þeirra er að nokkru leyti grein út af fyrir sig, og einkanlega eru dróttkvæðin í- haldssöm í þeim efnum. Til þess að kynnast hinni fornu hugsun verður því að leita fleiri heimilda, en það væri efni í annað erindi. Síðara erindið í fyrra erindi mínu leiddi ég rök að því, að þjóðarsögunni megi skipta í þrjá aðalkafla, eftir því þekking- arstigi, sem ríkjandi var hverju sinni. Taldi ég miðaldahugsun ríkj- andi hér fram til um 1700, þegar áhrifa heimspeki og vísinda fer að gæla hér á landi, en fyrir þann tíma taldi ég verulegan mun á tímabil- unum fyrir og eftir 1300, eða öllu heldur 1262, því að það ár er um- skiptaár í íslenzkri sögu. Og eins og menn munu kannast við, þá þrengist hér allt og smækkar eftir þau umskipti. Heimsmyndin gæti reyndar virzt vera í aðalatriðum hin sama fyrir og eftir þau mörk. En hið fornís- lenzka raunsæi og útsókn hlýtur að vekja til umhugsunar um það, hvort ekki hafi verið einhver eðlis- munur á þeirri heimsskoðun, sem sprottin var af innlendum og nor- rænum rótum og hinni sem að- fengin var. Var ekki eitthvað um- fram í hinni fornu skoðun, eitthvað sem gerði norræna menn hæfari til þess en aðra samtíðarmenn, að leita þekkingar? Ég er fyrir mitt leyti ekki í nein- um vafa um, að svo hefur verið: — opnir heimar verða fyrir ása son- um — segir í hinum fornu fræðum, og það er ekki eitt heldur allt, sem sannar það, að fornmenn trúðu því að til væru aðrir heimar. Má í því sambandi nefna Völuspá, og svo til dæmis kvæðið Alvíssmál, sem ort mun vera á tíundu öld, og hefur að geyma fagrar lýsingar. Og eðlileg afleiðing af þessu varð líka sú, að þeir sem þannig hugðu, könnuðu betur þennan heim en aðrir, og urðu fyrstir til að sigla til Ameríku. Leifur heppni var íslendingur, eins og allir vita, og hann hefur án efa haft kynni af þeim fræðum og því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.