Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 11
ÍSLENZK IiEIMSÞEKKING Á FYRRI ÖLDUM
9
víðara yfirliti um heiminn, sem hér
var að vakna á uppvaxtarárum hans,
enda voru þá siglingar um Norður-
Atlantshaf sífellt að aukast með til-
komu hinnar grænlenzku nýlendu.
Þegar menn hrakti frá einni strönd
Atlantshafs til annarrar, töluðu þeir
um að skipið „reiddi um haf inn-
an“, eins og stendur í sögu Þorfinns
karlsefnis, og bar þetta vott um
glöggt yfirlit um landaskipun á
þessu svæði. Þess er að vísu að gæta,
að atburður sá sem þarna ræðir um
gerðist um tíu hundruð, en sagan er
talin rituð á þrettándu öld, en þetta
breytir litlu eða engu, því að senni-
legast er að orðatiltækið, að sigla
um haf innan, sé komið frá þeim
sem sjálfir fóru slíkar ferðir. Kn
hvort það hefur verið algengt að
menn hrekti þannig frá einni haf-
strönd til annarrar, um þá óravegu
sem þar eru, veit ég ekki. Hitt er
ljóst, að þar sem ríki hins norræna
þjóðstofns stóð svo víða sem raun
var á: frá Grænlandi til Noregs, frá
íslandi til írskra byggða og vest-
rænna og til Færeyja, en siglingar
og samgöngur tíðar milli allra þess-
ara landa, þá hefur þar orðið víð-
særra og rýmra um allan heims-
skilning en síðar gat orðið, þegar
þessar byggðir fóru að einangrast
og týna tölunni.
Var það ekki nema eftir því sem
við mátti búast, að fram kæmu
menn meðal þessa fólks, sem leit-
uðu slíks skilnings og bæru hann
fram, horfðu til stjarnanna öðrum
mönnum fremur, yrðu heimsfræð-
ingar eftir því sem þá stóðu efni
til. Og ætla ég þá fyrstan að nefna
mann, sem kunnur er fyrir annað
meir en það, sem hér skal rætt um.
Sá sem ég hef í huga, er Einarr
Eyjólfsson Þveræingur, bóndi og
goðorðsmaður í Eyjafirði um og
eftir 1000, og kunnur af mörgum
sögum. En þessi bóndi er raunar á-
minning um það, hve merkileg er
saga þess bændaþjóðfélags, sem
staðið hefur á norðurslóðum und-
anfarin 1200 ár, og á sér fyrir arf-
taka hina íslenzku bændur, meðan
þeir eru sér meðvitandi um þann
uppruna sinn.
Það er meðal annars til marks
um ágæti Einars Þveræings, að
Halldór Snorrason skyldi vera dótt-
ursonur hans, en Halldór var eins
og kunnugt er, einn af frömuðum
íslenzkrar sagnlistar og sagnfræði.
Hin ísl. sagnfræði var vísindaleg:
var það höfuðreglan að segja satt,
og þessvegna gátu söguefnin geymzt
öld eftir öld á þann hátt sem varð.
Og það er af þeirri ástæðu, sem
geymzt gat sú vitneskja um vísindi
eða vísindaviðleitni hjá Einari
Þveræingi, sem Ljósvetningasaga
segir frá þessum orðum:
„Einarr skipaði sauðamanni sínum,
að hann skyldi snimma upp rísa
hvern morgin ok fylgja meðan hæst
var sumar. Ok þegar út hallaði
sumar skyldi hann halda til stjörnu
ok vera úti með sólsetrum ok skynja
alla hluti þá er honum bar fyrir
augu ok eyru, ok segja sér öll ný-
mæli, stór ok smá. Einarr var sjálfr
árvakr ok ósvefnugr. Gekk hann
oft út um nætur at sjá himintungl.
Kunni hann alls þess góð skil“.
„Kunni hann alls þess góð skil“.
Það væri ekki lítils um vert að vita
hvað búið hefur að baki þeim orð-