Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 12

Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 12
10 um, eða á hvern hátt það hefur ver- ið sem þessi maður kunni svo vel skil á stjörnunum. Því miður er ekkert um það ritað. En hver sem les Ljósvetningasögu nógu vel mun sjá, að þetta er ekki hinn eini vott- ur um frábæra athugunargáfu Ein- ars Þveræings. Hann sér það á blæbrigðum reyks sem stígur upp af bæ í nokkrum fjarska, að fjöl- mennt muni vera inni fyrir og er fljótur að taka ákvörðun eftir því. Mætti þarna tala um efnafræðilega athugun við hlið hinna stjörnufræðilegu. En þar gegnir sama máli og um þær, að um skilning hans á fyrirbærinu er ekki vitað. Ef horfið væri frá byrjun elleftu aldar, frá þeim tíma þegar söguöld er að ljúka og hetjurnar óðum að hníga, og litið fram um eina öld, mætti sjá marga breytingu í landi, en í augum nútíðarmanna mun það þó þykja markverðast, að um þær mundir er hér að hefjast bókritun, og fræðimennska á þann hátt. Ari fróði, Sæmundur fróði og Kolskegg- ur fróði taka að rita um landnám og þjóðarsögu og konungssögu, — einn maður ritar málfræðiritgerð, en aðrir ættartölur, og lögin eru skráð. Frægt er þetta orðið, og þó ekki um of, heldur mjög að verðleikum það sem orðið hefur. En litumst nú betur um í byggð- um og leggjum leið okkar að bæ einum á norðaustanverðu landinu, og stillum svo til, að það verði um nótt í heiðskíru veðri. Þá sjáum við mann, sem kemur út úr dyrum, horfir til lofts og stendur úti góða stund, en fer síðan inn aftur. Enn ÚRVAL komum við þarna aðra nótt og ber þá hið sama fyrir augu. Maðurinn kemur út meðan allt fólk er í svefni og fer að skoða loftið. Hvað er hann að gera? Hann er í sömu erindum og Einarr Þveræingur áður: hann hyggur að stjörnunum. Þessi maður er Stjörnu Oddi, einn merkilegasti fræðimaður sem á íslandi hefur lif- að. Skáld hafa ort um Stjörnu-Odda, og hefur Grímur Thomsen sett fram heila heimspekikenningu í ljóðum, sem hann kennir við Odda, og er það að vísu eitt hið merkasta kvæði, sem í þeim anda hefur ort verið. Aðrir hafa ritað um stjörnufræði Odda, og er svo talið að hann hafi verið einna fremstur stjörnufræð- inga í Norðurálfu á sinni tíð. Meðal annars eru skrár hans um hækkun og lækkun sólar eftir árstíðirm tald- ar réttari og meir á beinum athug- unum reistar, en nokkrar aðrar sem þá voru til. Enn er þess að geta að Oddi var tímatalsfræðingur, rím- kænn — því að rím getur þýtt tíma- tal — „svo að engi var hans maki samtíða á öllu íslandi“ í þeim efn- um, segir í frásögn. Jarðfræðingur hefur talið, að Oddi hafi ekki að- eins gefið gaum að stjörnunum, heldur einnig steinunum, það er að jarðfræðilegum efnum, og sami maður telur að Oddi hafi verið kominn mjög nálægt því að upp- götva eðli drauma. Lengra skal ekki talið, en þetta sem nefnt var gefur nokkra hugmynd um hver maður Stjörnu-Oddi var, og hvers mætti af því vænta að halda arfi hans fram til frægðar. Lítum enn fram í tímann og ber-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.