Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 12
10
um, eða á hvern hátt það hefur ver-
ið sem þessi maður kunni svo vel
skil á stjörnunum. Því miður er
ekkert um það ritað. En hver sem
les Ljósvetningasögu nógu vel mun
sjá, að þetta er ekki hinn eini vott-
ur um frábæra athugunargáfu Ein-
ars Þveræings. Hann sér það á
blæbrigðum reyks sem stígur upp
af bæ í nokkrum fjarska, að fjöl-
mennt muni vera inni fyrir og er
fljótur að taka ákvörðun eftir
því. Mætti þarna tala um
efnafræðilega athugun við hlið
hinna stjörnufræðilegu. En þar
gegnir sama máli og um þær, að
um skilning hans á fyrirbærinu er
ekki vitað.
Ef horfið væri frá byrjun elleftu
aldar, frá þeim tíma þegar söguöld
er að ljúka og hetjurnar óðum að
hníga, og litið fram um eina öld,
mætti sjá marga breytingu í landi,
en í augum nútíðarmanna mun það
þó þykja markverðast, að um þær
mundir er hér að hefjast bókritun,
og fræðimennska á þann hátt. Ari
fróði, Sæmundur fróði og Kolskegg-
ur fróði taka að rita um landnám og
þjóðarsögu og konungssögu, — einn
maður ritar málfræðiritgerð, en
aðrir ættartölur, og lögin eru skráð.
Frægt er þetta orðið, og þó ekki
um of, heldur mjög að verðleikum
það sem orðið hefur.
En litumst nú betur um í byggð-
um og leggjum leið okkar að bæ
einum á norðaustanverðu landinu,
og stillum svo til, að það verði um
nótt í heiðskíru veðri. Þá sjáum við
mann, sem kemur út úr dyrum,
horfir til lofts og stendur úti góða
stund, en fer síðan inn aftur. Enn
ÚRVAL
komum við þarna aðra nótt og ber
þá hið sama fyrir augu. Maðurinn
kemur út meðan allt fólk er í svefni
og fer að skoða loftið. Hvað er hann
að gera? Hann er í sömu erindum
og Einarr Þveræingur áður: hann
hyggur að stjörnunum. Þessi maður
er Stjörnu Oddi, einn merkilegasti
fræðimaður sem á íslandi hefur lif-
að.
Skáld hafa ort um Stjörnu-Odda,
og hefur Grímur Thomsen sett fram
heila heimspekikenningu í ljóðum,
sem hann kennir við Odda, og er
það að vísu eitt hið merkasta kvæði,
sem í þeim anda hefur ort verið.
Aðrir hafa ritað um stjörnufræði
Odda, og er svo talið að hann hafi
verið einna fremstur stjörnufræð-
inga í Norðurálfu á sinni tíð. Meðal
annars eru skrár hans um hækkun
og lækkun sólar eftir árstíðirm tald-
ar réttari og meir á beinum athug-
unum reistar, en nokkrar aðrar sem
þá voru til. Enn er þess að geta að
Oddi var tímatalsfræðingur, rím-
kænn — því að rím getur þýtt tíma-
tal — „svo að engi var hans maki
samtíða á öllu íslandi“ í þeim efn-
um, segir í frásögn. Jarðfræðingur
hefur talið, að Oddi hafi ekki að-
eins gefið gaum að stjörnunum,
heldur einnig steinunum, það er að
jarðfræðilegum efnum, og sami
maður telur að Oddi hafi verið
kominn mjög nálægt því að upp-
götva eðli drauma. Lengra skal ekki
talið, en þetta sem nefnt var gefur
nokkra hugmynd um hver maður
Stjörnu-Oddi var, og hvers mætti
af því vænta að halda arfi hans
fram til frægðar.
Lítum enn fram í tímann og ber-