Úrval - 01.12.1968, Side 16
Brúnu augun hennar
voru orðin döpur. Hún
var mönnum sinn-
andi, öll glaðværð farin,
matarlyst einnig, og hún
elti þennan laglega dýrafræðing á
röndum. Ekki gat verið neinn vafi
á því hvað að henni gekk, hún var
orðin ástsjúk. Hún var 16 ára.
Hver var þetta? Var það ung
stúlka, sem enginn piltur leit við?
Nei, hún var af apaættinni. Hún
var af þeirri tegund apa, sem hefst
við á eyju nokkurri fyrir sunnan
Japan, þar sem skammt er suður
að mörkum hitabeltisins og tempr-
aða beltisins. Apar þessir eru villtir,
mjúkhærðir, kafloðnir, og hafast
við í frumskógum.
Við og við kom hún til þessa
nafnkunna dýrafræðings, Kenji
Yoshiba, feimin og laumuleg, sett-
ist hjá honum og tók í höndina á
honum, en stundum stökk hún upp
á háhest og lagði hendur um háls
honum að aftan. Ef einhver önnur
af hennar ætt vildi nálgast dýrling-
inn hennar, reis á henni hvert hár
af bræði, og þegar kona hans kom
þangað út á eyna, þar sem þau
voru, ætlaði hún að tryllast af af-
brýðissemi, og reyndi að bægja
henni burt.
Ekki þótti Yoshiba þetta atferli
yngismeyjarinnar neinni sérstakri
furðu gegna, því hann er allra
manna fróðastur um apa og hegðun
þeirra, en af öpum á Japanseyjum
eru talin vera um 28 þúsund. Teg-
undin kallast Macada fuscada, og
segist Yoshiba svo frá, að fátt komi
Þýtt úr
Rotarian
Eftir CHRISTOPHER LUCAS
Japönsku
aparnir, sem
verið er að
reyna
að kenna
Mun svo
reynast,
að þróun
þeirra og
framferði allt
lúti sama
lögmáli,
sem þróun
mannkynsins?
14
Readers Dige«t