Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
göfugmennsku til þess að bjarga
henni frá þjóðfélagslegri útskúfun,
sem hafði orðið hlutsklpti hennar
fyrir að aðhyllast hugmyndir hans
um trúleysi og uppreisn? Og hafði
hann ekki stöðugt brýnt þetta fyrir
henni: „Samband kynjanna er að-
eins heilagt, meðan það eykur ham-
ingju eiginmanns og eiginkonu, og
leysist sjálfkrafa upp frá því augna-
bliki er ókostir þess verða þyngri
á metunum en kostirnir. Stöðug-
leikinn hefur ekki fólgna neina
dyggð í sjálfum sér, heldur er hann
oft þrunginn grimmd og fær mann
til þess að afsaka og umbera hina
alvarlegustu galla og ókosti í fari
þess, sem maður hefur valið fyrir
maka......“ Vissulega hlaut hún
því að skilja, að það var óhjákvæmi-
legt, að þau yrðu ekki lengur eig-
inmaður og eiginkona ....
Hann skoðaði magnvana vilja-
leysi hennar sem samþykki. Og
nokkrum klukkutímum eftir þetta
erfiða samtal þeirra skrifaði hann
henni á þessa leið: „Ég endurtek
(og þú mátt trúa mér, að ég er ein-
lægur), að mér þykir enn vænt um
þig sem fyrr. Ég álít, að tilfinning-
ar mínar séu nú jafnvel dýpri og
varanlegri í eðli sínu en fyrr, að
þær séu ekki eins háðar breyting-
um af völdum ímyndana og duttl-
unga. Tengsl okkar voru ekki tengsl
ástriðna. Það var vináttan, sem var
grundvöllur tengsla okkar, og á
þeim grundvelli hafa þau vaxið og
styrkzt. Það er ekki hægt að álasa
mér fyrir það, að þú hefur aldrei
fyllt hjarta mitt fullnægjandi
ástríðu. Ef til vill þekkir þú sjálf
ekki til slíkra kennda, sem eitt sinn
kunnu að verða vaktar hjá þér af
einhverjum, sem er göfugri og mak-
legri en ég. Og megi þú finna ást-
mög, sem sé eins ástríðufullur og
ég mun verða þér innilegur og ein-
lægur vinur.“
Harriet gekk nú með öðru barni
hans, og hún tók þetta svo nærri
sér, að hún lá veik í næstu tvær
vikur.
En hinn ungi Shelley lét sér
hvergi bregða, heldur hélt á fund
William Godwins. Hann vissi, að
Godwin var ákafur frjálshyggju-
maður, sem hafði á yngri árum
stutt helgi hinnar sönnu ástar af
miklum móði og hagað lífi sínu
einnig í samræmi við þær kenn-
ingar sínar. Hann hafði gefið God-
win fjárupphæðir, sem voru hon-
um ofviða, og hafði hann gert það
til þess að hjálpa honum að losna
við einhverja af hinum fjölmörgu
lánardrottnum, sem eltu hann á
röndum. En allt kom fyrir ekki.
Shelley minntist einnig þessarar
staðreyndar, er hann lýsti fyrir
honum hinni eldheitu ást sinni til
Mary og hinni gagnkvæmu ást
hennar. En hafi hann búizt við að
f'nna samúð og skilning, þá hefur
hann bæði orðið undrandi og hrygg-
ur. Godwin álasaði honum og áleit
fyrirætlun hans vera algert brjál-
æði og bannaði honum að stíga fæti
sínum inn fyrir dyr litlu bókabúð-
arinnar í Skinnerstræti.
Vegna sameiginlegra bæna God-
winhjónanna og Harriet samþykkti
Mary loksins að hitta Shelley ekki
framar. Og þau vonuðust til þess,
að ef til vill mundi ástarbrími hans