Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 28

Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 28
26 sinni. Þær Mary og Claire, sem voru klæddar svörtum silkikjólum, skipt- ust á um að sitja múldýrið, en Shell- ey stikaði leggjalangur á undan. En eftir þriggja daga pílagrímsgöngu um sveitir, sem báru enn ógróin ör eftir eyðileggingu Napólenonsstyrj- aldanna, biluðu fætur Shelleys. Og í Troyes létu þau undan freistingunni og tóku sér vagn á leigu. Eftir það varð ferðalagið auðveldara, og nú héldu þau áfram til Lucerne, og gekk ferðin þangað vel. Þaðan héldu þau til Brunen, sem er nálægt kap- ellu Vilhjálms Tells, verndara frels- isins. Þar settu þau á stofn „heim- ili“ á gömlu og niðurníddu óðals- setri, keyptu sér húgögn og bjugg- ust til að dveljast þar um kyrrt í sex mánuði. En húsið var ofboðs- lega óhreint og í megnustu óhirðu, veðrið var ömurlegt og fjárhagur þeirra þröngur. Og þrem dögum síð- ar voru þau lögð af stað heim til Englands. Shelley var orðinn algerlega pen- ingalaus, þegar þau náðu loks til Lundúna. Hann hafði jafnvel ekki næga peninga handbæra til þess að borga leiguvagnstjóranum, serh ók þeim og farangri þeirra inn í borg- ina. Og sér til mikillar hneykslunar komst hann að því, að Harriet hafði tæmt bankareikninginn hans. Því óku þau heim til Harriet, og Shell- ey fór upp til þess að hitta konu sína, en stúlkurnar biðu hans niðri hjá farangrinum. Hann kom ekki aftur fyrr en eftir tvo tíma. En hann var með 20 sterlingspund meðferðis, þegar hann birtist loksins. Það var nægilegt til þess að greiða vagn- stjóranum og taka á leigu fátæklega ÚRVAL leiguíbúð með lélegum húsgögnum við auma hliðargötu. Með komu þeirra til Lundúna hófst ömurlegt tímabil árangurs- lausra tilrauna til þess að fá fé að láni. Þau urðu stöðugt að vera á verði gegn fógetafulltrúum og lög- taksmönnum, og þau urðu að þola næstum algera þjóðfélagslega út- skúfun. Godwinhjónin neituðu að líta þau augum. Samband Shelleys við Harriet var svo stirt, að það lá við, að það rofnaði að fullu. Vinir sneru við þeim baki og vildu hvorki sjá þau né heyra. Þau fluttu úr einni ódýrri leiguíbúðinni í aðra til þess að forðast þrautseiga lánadrottna, sem eltu þau stöðugt á röndum og misstu aldrei sjónar af þeim. Til þess að komast hjá hugsahlegri handtöku neyddist Shelley að síð- ustu til að skilja þær Mary og Claire einar eftir í íbúðinni og flækjast um í bænum huldu höfði. Var honum þetta þvert um geð, og varð hann að hitta Mary með leynd í krám og kirkjum. Hann gat aðeins losnað við óttann um handtöku á laugardags- kvöldum eftir miðnætti, en frá þeim tíma var skuldunautum veitt sólar- hrings náð, þannig að þeir þurftu ekki að óttast ásókn skuldhéimtu- manna á þeim tíma. Hann þjáðist vegna aðskilnaðar- ins við Mary. Hið eina, sem gat mildað þessa þjáningu hans, voru litlu ástarbréfin, sem bárust á milli þeirra eftir ýmsum krókaleiðum: „Sg mun hitta þig í kvöld, mín ástkæra Mary, óttastu eigi,“ skrif- aði hann í einu þeirra. „Trúðu á hamingjusamlega lausn allra vanda- rhála okkar. Ég er örvinglaður og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.