Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
þau um, að hann sneri aldrei heim
til Englands aftur, nema um væri
að ræða mjög alvarleg fjárhags-
mál. Og í byrjun maí sigldu þau
Mary aftur af stað til Calais ásamt
William syni sínum. Og Claire var
enn í för með þeim sem fyrrum.
Það var ekki fyrr en þau komu
til Parísar, að Claire játaði fyrir
þeim, hver ástæðan væri fyrir því,
að hún hefði þráð það svo ákaft að
mega fylgjast með þeim úr landi.
Hún hafði notfært sér frjálsræði
sitt í leiguhúsnæði sínu í Lymouth
til þess að stofna vísvitandi til kunn-
ingsskapar við hinn laglega og ómót-
stæðilega Byron lávarð. Hún hafði
elt hann á röndum í slíkum mæli,
að hún gekk nú með barn hans und-
ir belti, þótt hann hefði verið síður
en svo ákafur í að stofna til kunn-
ingsskapar við hana. Byron hafði
einnig haldið burt frá Englandi 10
dögum á undan þeim og ætlaði til
Genfar. Og Claire taldi nú þau Mary
og Shelley á það að. halda í sömu
átt.
Og í Genf hittust nú þessi tvö
mestu ljóðskáld þeirra tíma. Bæði
voru þau útlagar af völdum kvenn-
anna, sem þeir elskuðu. Þeir urðu
fljótt ákafir aðdáendur hvors ann-
ars. Og á næstu mánuðum voru þau
oft öll saman. Þau sigldu á Leman-
vatni, klifu í úfnum Alpafjöllum eða
sátu saman á kvöldin og áttu langar
viðræður. Þeir suðu saman ýmsar
furðusögur á stundinni eða lásu upp
úr ljóðum sínum með ósk um gagn-
kvæma gagnrýni. Og þarna fór Mary
að vinna að hinni frægu furðuskáld-
sögu sinni, ,,Frankenstein“. Nú var
Claire að því komin að verða létt-
ari, og Shelley gerði áætlanir ásamt
Byron um það, hvernig skyldi sjá
fyrir barninu, er það liti dagsins
ljós.
Nú barst þeim bréf að heiman
með fréttum um fjárhagsflækjur,
sem leysa þurfti úr. Og því hélt
Shelley aftur heim til Englands með
konunum. Sú ferð var þeim þvert
um geð. En Byron hélt áfram ferð
sinni suður til Ítalíu. Þau voru ekki
búin að vera lengi í Englandi, er
þeim bárust fréttir um hinn voveif-
lega dauða hálfsystur Mary, Fanny
Imlay, sem Mary Woolstonecraft
hafði átt með Imlay höfuðsmanni,
sem hún hafði verið í kunningsskap
við, áður en hún hafði kynnzt God-
win. Og rétt á eftir bárust þeim
aðrar ömurlegar fréttir. Harriet
hafði líka framið sjálfsmorð.
Sagt var, að hún hefði búið um
hríð heima hjá föður sínum, eftir
að hún hafði yfirgefið eiginmann
sinn. Síðan fylltist hún örvæntingu,
er hún frétti ekkert af Shelley, og
þá hafði hún stofnað til ástasam-
banda við liðsforingja í hernum og
síðar við hestasvein. Hann hafði svo
yfirgefið hana, þegar hann komst að
því, að hún var þunguð. Faðir henn-
ar neitaði að skjóta yfir hana skjóls-
húsi, og hún fékk ekki heldur að
sjá börnin sín. Og altekin ótta gagn-
vart hneyksli því, sem í vændum
var, hafði hún kastað sér í Serpen-
tinetjörnina í algerri örvæntingu. I
dagblaðinu ,,Times“ stóð þessi
stutta fréttaklausa um dauða henn-
ar: „Á fimmtudaginn var heiðarleg
kona, sem komin var langt á leið,
slædd upp úr Serpentinetjörninni
og flutt til heimilis síns í Drottn-