Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 33

Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 33
SHELLEY OG MARY GODWIN 31 Nú tók að hitna mjög í veðri, og Shelley fór að þrá að eignast bát, sem hann gæti siglt í um bláan Liguriuflóann og reynt þannig að gleyma sorgum og erfiðleikum heimsins. Hann lét því skipstjóra sinn í Genua smíða handa sér bát. Byron kom Allegru fyrir í klaustur- skóla og flutti síðan til Pisa. Hann pantaði sér svo annan bát. En Byr- on var ekki búinn að dvelja lengi í Pisa, er honum barst fregn um, að taugaveikifaraldur hefði geisað í klaustrinu, sem Allegra var í, og að hún væri ekki lengur í lifenda tölu. Shelleyhjónin höfðu andstyggð á því, hvílíkt miskunnarleysi Byron hafði auðsýnt hjálparvana barninu með því að losa sig við hana. Því gátu þau nú ekki afborið það leng- ur að hafa nokuð saman við hann að sælda. Þau fluttu því til Casa Magni í Lerici, og á þessum kyrr- láta stað niðri við sjóinn reyndu þau að hugga vesalings Claire. En hún var óhuggandi. Hún yfirgaf þessa vini sína og hélt til Flórens. Fólk, sem þekkti ekki fortíð hennar og vissi því ekkert um hina miklu sorg hennar, magnaði sorg hennar og söknuð oft og tíðum með vanhugs- uðum orðum. . Skömmu síðar frétti Shelley, að þau Leigh Hunt og kona hans, sem voru vinir hans, ætluðu nú loks að láta verða af því að koma til Ítalíu, og ætluðu þau að dvelja hjá Byron í Pisá. Hann komst allur í uppnám af æsingu, þaut út í litla bátinn sinn, sem bar nafnið „Ariel“, ásamt Edward William vini sínum, og þeir sigldu af stað yfir til Pisa til þess að bjóða þau velkomin. Endurfund- irnir einkenndust af mikilli gleði, og því dvöldu þeir lengur hjá þeim hjónunum en þeir höfðu búizt við. Loksins var búið að koma Hunt- hjónunum fyrir í Palazzo Lanfranchi undir handarjaðri Byrons, sem var þó ekki alltof hrifinn af þessu. Að lokum voru þeir Shelley og Williams tilbúnir til þess að sigla af stað aftur. Þeir héldu nú niður að höfninni. Það var kominn all- hvass vindur, og blés hann í átt til Lerici. Loftið var óðum að þykkna upp, Trelawney vinur þeirra benti þeim á, að allt benti til þess, að mikill stormur væri í aðsigi, en Williams þoldi ekki lengri töf, því að hann vildi komast sem fyrst heim til konu sinnar. Þeir Shelley drógu upp segl og sigldu út úr höfninni, en vinir þeirra stóðu á ströndinni og fylgdust með ferð þeirra. Ro- berts gamli skipstjóri fylgdist lengi með þeim ofan úr vitanum eða þangað til þeir voru komnir 10 míl- ur á haf út. Síðan kom stormurinn æðandi inn flóann og þyrlaði upp öldunum, svo að hann missti sjónar á þeim. Það kváðu við þrumur, og síðan bárust fyrstu regndroparnir með storminum inn yfir höfnina og lömdu yfirborð sjávarins, þangað til það varð eitt óslitið löður. Skip- in hjúfruðu sig hvert að öðru til varnar storminum, sem reyndi að rífa þau og tæta í sig. Og myrkrið var næstum algert næstu tuttugu mínúturnar. Það sást ekkert til „Ariel“, er storminn lægði að nýju. Nú liðu tíu dagar, þrungnir kvíða. Þær Mary og frú Williams ásamt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.