Úrval - 01.12.1968, Side 41
HINN RÉTTI ROBISON CRUSOE
39
fóru kringum hnöttinn á leiðinni
heim. Það var um miðjan október
1711, sem Selkirk sté á land í
grennd við London, og var hann þá
orðinn býsna auðugur.
Það var á messudegi fyrir hádegi,
sem Selkirk kom heim í fæðingar-
stað sinn, Largo, og gekk hann
þegar í kirkju. Allir litu við þegar
þessi skartbúni maður kom inn.
Fyrst þekktu hann hvorki foreldr-
ar né bræður hans. En ekki leið á
löngu fyrr en móðir hans kom hon-
um fyrir sig, og þaut hún þá upp
úr sæti sínu, itallaði nafn hans og
mynntist við þennan týnda son,
sem fyrir löngu var talinn af.
„BLESSUÐ EYJAN MÍN“
En nú var einveran orðin manni
þessum svo töm, að hann undi ekki
margmenni. Hann fór einn á báti
út á fjörðinn að veiða fisk, eða
reikaði einsamall um skógana, og
stundum heyrðist hann segja:
„Blessuð eyjan mín, ég vildi að ég
hefði aldrei farið af þér.“
Svo bar það til að hann strauk
með stúlku nokkurri, Soffíu Bruce,
til London. En samband þeirra varð
ekki langvinnt, því eirðarleysi
ásótti hann. Áður en tvö ár voru
liðin, gekk hann í sjóherinn. Hann
var skipaður fyrsti stýrimaður á
herskipinu Weymouth, nokkrum
árum síðar. Skip þetta var statt
fyrir ströndum Afríku, þegar hann
lézt, 45 ára gamall.
En meðan hann lifði, komu út
tvær frásagnir af æfintýri hans, og
varð hann af þessu alþekktur í
London. Fyrri frásagan var sú sem
Rogers skipstjóri tók saman eftir
sögn hans sjálfs, og vakti hún hina
mestu eftirtekt. Seinni sagan kom
út árið eftir. Hana samdi Sir Ric-
hard Steele, eftir að hafa átt lang-
ar viðræður við Selkirk.
Sex árum síðar, eða 1719, kom
svo Robinson Crusoe út. Bókin
seldist upp á svipstundu og var með
afbrigðum vel tekið. Lesendur
hennar fundu margt líkt með ævin-
týri Selkirks og Robinsons í bók
Defoes. Svo segir í bókinni Robin-
son Crusoe, að eyja þessi sé við
mynni stórfljótsins Orinoco við
norðurströnd Suður-Ameríku, en
þar er engin slík eyja, og virðist því
svo sem Defoe hafi valið eyju
Robinsons þar stað, sem hún varð
ekki fundin.
Eyja Selkirks er nú oftast látin
bera nafn söguhetjunnar í bók
Defoes, og kölluð Robinson
Crusoe-eyja, en þangað má fljúga
lítilli flugvél frá Santiago í Chile.
Ferjubátur gengur þar á milli, og
brátt mun verða opnað gistihús við
Cumberland Bay. Þar má enn sjá
merki um bólfestu Selkirks, og
leita ferðamenn þangað til að skoða
þær menjar, en enginn þarf framar
að kvíða því að hans bíði sömu ör-
lög sem einfarans forðum.