Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 62

Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 62
60 ÚRVAL að sefa ótta hans með því að látast vera öldungis óttalaus sjálfur, og bauð að búa sér bað, lagðist síðan til borðs og sá ekki á honum ann- að en kæti. Nú gusu upp á ýmsum stöðum á eldfjallinu stórar logatungur og eldsúlur, og skinu því skærar sem meira dimmdi af gosinu. Frændi minn fullyrti það til að sefa ótta fólksins, sem með okkur var, að bændurnir, sem flýðu bústaði sína, hefðu farið frá logandi arineldi, og stæðu hús þeirra því í björtu báli. Svo lagðist hann til svefns og sofn- aði, en við heyrðum andardráttinn, þungan og erfiðan vegna þess hve feitur hann var, er við nálguðumst dyrnar. En í húsagarðinum fyrir utan herbergi það sem hann svaf í, var nú jafnfallin aska og vik- ur, og féll stöðugt, svo að hætta var á að dyrnar yrðu ekki opnað- ar, ef nokkur bið yrði. Þess vegna var frændi minn vakinn og kom hann út og fór hann svo til fundar við Pomponianus og okkur hina, en við höfðum vakað alla nóttina. Þeir ræddu með sér hvort þeir skyldu heldur hafast við úti eða inni. Húsin skulfu af jarðhræring- um, og var því líkast sem þau hefðu losnað af grunni, og hölluðust sitt á hvað. En úti var illa vært fyrir vikurregni, þó að vikur sé léttur og gljúpur, var þá fallizt á að vera heldur úti. Frændi minn lét skynsemi stjórna gerðum sínum, hinir óttann. Menn settu hægindi um höfuð sér og bundu um linda. Þetta var gert til varnar gegn vik- urregninu. Meðan þessu fór fram, var dagur á lofti og bjart annarsstaðar en þarna var koldimmt eins og nótt getur svörtust orðið, voru kveikt blys til að lýsa og önnur ljós. Síð- an var fallizt á að við færum niður að strönd til að gæta að því hvort nokkur leið væri að sigla, en sæ- rót var mikið og vindur óhagstæð- ur. Frændi minn lá á rekkjuvoð á jörðinni og bað hvað eftir annað að gefa sér kalt vatn að drekka. Eftir þetta mögnuðust eldarnir og brennisteinssvækjan og flýðu þá flestir, og hlaut hann þá að standa upp. Tveir þrælar studdu hann, en hann hné niður, að líkindum vegna þess að reykurinn ætlaði að kæfa hann, og öndunarvegurinn, sem lengi hafði verið sjúkur og bólg- inn, lokaðist alveg. Þegar birti af degi næsta morgun, fannst lík hans öldungis óskaddað, sáust á því eng- ir áverkar og föt hans voru heil og óskemmd. Líkið virtis sofa, frem- ur en að það væri andað. Móðir mín og ég vorum þá stödd í Misenium. En það kemur ekki sögu þessari við, því það var ekki ætlun mín að skrifa um annað en dauða frænda míns. Ég lýk því við bréfið. Ég ætla aðeins að bæta því við, að ég hef sagt frá því, sem ég sjálfur var vitni að, og auk þess ýmsu, sem mér var sagt. að at- burðunum ferskum í minni sögu- manna minna. Þú skalt nú gera útdrátt úr bréfinu og taka einung- is með það sem mestu máli skiptir, því eitt er að skrifa bréf til að senda góðvini sínum, annað að semja rit, sem koma skal fyrir hvers manns augu. — Vertu sæll.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.