Úrval - 01.12.1968, Síða 65
MEÐ TÍMANS GÖNGULAGI
63
að verða töluvert iðnaðarland, þá
er nálega enginn iðnaður í Róm, og
hið skuldum hlaðna og spillingu
sundurgrafna borgarfélag er raun-
verulega í greiðsluþroti. Nýlega varð
borgin að taka lán hjá bönkunum
til þess að geta séð almenningsvögn-
unum fyrir brennsluolíu.
LÍTIÐ LANDRÝMI
Að undanskildu svæðinu suðvest-
an við borgina, en þar hafa risið
iðnaðarhverfi allt niður að sjó (24
km frá miðborg), þá hefur Róm
óvanalega glögg og skörp takmörk,
sem hún vex ekki út fyrir. Rétt ut-
an við ytri hringbrautir taka við
óbyggð svæði og skuggar af háum
íbúðarhúsum falla á breiður rauðra
draumsóleyja.
Mannfjöldinn vex árlega um einar
80.000, og veldur því aðallega hinn
stöðugi innf lytj endastraumur frá
suðurhlutanum — Mezzogiorno —
hinum örfátæka þriðjungi landsins,
sem er fyrir sunnan Róm, en þar
er atvinnuleysingjafjöldi og ekkert
framtak um úrbætur. Af þessu leið-
if offjölgun í Róm, sem skapa borg-
arstjórninni nærri því óleysanleg
vandamál. í hverjum tveimur her-
bergjum búa til jafnaðar þrír ein-
staklingar og fimm manns verða að
jafna milli sín aðgangi að salerni.
Húsnæðisvandræðin eru slík, að
sæmilega stætt fólk lætur sig ekki
muna um að flytja langar leiðir til
þess að fá inni, en meðal beztu
íbúða sem kostur er á, eru efstu-
hæðaíbúðirnar. Þær eru byggðar of-
an á efstu hæðum hinna sóðalegu
og óforbetranlegu leiguhúsa.
Vissulega myndi rætast nokkuð úr
þessum húsnæðisvandræðum, ef far-
ið yrði að reisa skýjakljúfa, en slíkt
kemur varla til mála. Ef grafið yrði
fyrir grunnum slíkra húsa, þá er
tvennt í veði. Búast má við að vatn-
ið úr Tíber seytlaði inn í grunnana,
og auk þess er líklegt að ómetanleg-
ar fornmenjar myndu tortímast fyr-
ir atgangi vélskóflanna. Þetta er
líka ástæðan til þess hvað neðan-
jarðarbrautirnar í Róm eru lítilfjör-
legar. Þegar þær voru byggðar, var
fornleifafræðingur jafnan viðstadd-
ur, og hvenær sem fyrir göngunum
urðu merkar rústir og menjar, var
staðar numið og áætlun breytt.
„FÓTGANGANDI VAR HANN“
Umferðaröngþveitið í Róm á
sennilega ekki sinn líka í víðri ver-
öld, og virðist það aðallega stafa
af þrem orsökum. í fyrsta lagi eru
engar aðalakbrautir, hvorki í norð-
ur og suður eða austur og vestur. í
öðru lagi eru flestar götur þröngar,
ógerningur að breyta þeim og mæt-
ast víða í margföldum krossgötum
á óskipulegasta hátt. í þriðja lagi
fer fjöldi ökutækja sívaxandi, svo
að til hreinna vandræða horfir.
Nú orðið kemur bifreið á nærri
fjórða hvern Rómarborgarbúa, og á
hverjum degi bætast við 260 vagn-
ar (síðastliðið ár fengust leyfi fyr-
ir einum 100.000 nýjum vögnum).
Að eiga bíl er í Róm meira en mun-
aður, meira en velmegunarmerki, og
vissulega meira en ferða- og flutn-
ingatæki, heldur er það eitthvað
sem á leyndardómsfullan hátt teng-
izt innra eðli meðalmannsins, hins
venjulega borgara í Róm. Flestir
Rómaborgarar aka vagni sínum