Úrval - 01.12.1968, Síða 67
MEÐ TÍMANS GÖNGULAGI
65
sig möglandi og kurrandi inn í Vati-
kan-borg sína, og kallaði sig fanga.
Það valt á ýinsu um samskipti hins
„postullega sætis“ og ríkisstjól'n
Ítalíu, þangað til Mússólíni skipaði
máiinu með því að undirrita Later-
ansamkomulagið árið 1929.
Samkvæmt þeim samningi borg-
aði ítalska ríkið Páfaríki skaðabæt-
ur fyrir missi landsvæðanna, sem
námu 1750 milljónum líra, í reiðu-
fé og í ríkisskuldabréfum. Síðan
hafa eignir páfastólsins aukizt veru-
lega, og að vísu svo, að enginn ein-
stakur aðili ræður nú yfir jafn-
miklu fjármagni, eða nálægt því, á
allri Ítalíu. Páfastóllinn borgar ekki
skatta af neinu tagi til ríkisins, og
eru margir æfir yfir því, ekki að-
eins þeir sem eru lengst til vinstri
í stjórnmálum, heldur einnig hæg-
fara jafnaðarmenn og jafnvel kristi-
legir lýðræðissinnar.
Páfaríkið hefur sín sérstöku póst-
mál, sérstakan gjaldmiðil (með sama
gengi þó og ítalska líran), ennfrem-
ur viðkomustað járnbrautar, dag-
blað, þrjá kirkjugarða, lítið tukt-
hús, ágætt bókasafn, nokkrar verzl-
unarbúðir, herbúðir svissnesku líf-
varðanna — og feiknamikla út-
varpsstöð, sem sendir á þrjátíu og
þrem málum. Ríkismálið er latína,
ekki ítalska. Páfaríkið gefur út sín
sérstöku vegabréf, og á sér nokk-
urskonar „þjóðsöng“. Sextíu og
fimm ríki hafa sendiherra hjá páf-
anum, og er sú staða óháð sambönd-
um sömu ríkja við Ítalíustjórn.
I
SÆLT LÍF í RÓM?
Þrátt fyrir öll vandamál og vand-
ræði síðustu tíma, hefur Róm hald-
ið sig við makindi sín og hægagang,
og varðveitt sinn forna heimsborg-
arbrag. „Borgin eilífa“, það er hin
ævagamla, þar sem götunöfnin eru
sumsstaðar höggvin í frægan marm-
ara, og þar sem nýir bústaðir standa
ofan á fornum gröfum, er ofur nota-
leg borg, hvort sem aðkomumaður-
inn kemur þar sem gestur eða kýs
að búa þar til lengdar. Þeim sem
borga, er brosað við, rétt eins og
það væri í alvöru gert, og sé mað-
ur orðinn kunningi einhvers þá er
hann jafnframt kominn inn í fjöl-
skylduna, og þá er líka kunnings-
skapurinn ævinlegur eftir það. Allt
er óþvingað, hvert sem litið er, svo
að það jaðrar lika við það að vera
skipulagslaust og ruglingslegt.
Er þetta vingjarnlega, óþvingaða
fólk í Róm, raunverulegir og upp-
runalegir Rómverjar? Þessari spurn-
ingu verður að láta ósvarað, því að
„ósviknir“ Rómverjar eru engir til
lengur — að minnsta kosti ekki ef
það á að þýða að þeir séu beinir
afkomendur borgara í Róm á tím-
um Sesars. í Róm eru reyndar fjöl-
margar gamalgrónar ættir, og eru
þær ekki eingöngu að finna meðal
aðalsins, heldur einnig meðal hand-
verksmanna. Ég spurði konu eina
hvort ætt hennar væri rómversk að
uppruna og svaraði hún þá glettnis-
lega: „Ekki nema síðustu þrjú
hundruð árin“. Önnur svaraði: „Við
höfum verið hérna í Róm síðan
1400“!
Þarna örlar á leyndardóminum,
sem Róm býr yfir, leyndardómi hins
sögulega sambands, sem borgin á
tign sína og mikilfengleik að þakka.