Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 81
ÞEGAR ÞEFDÝRIÐ LYFTIR SKOTTINU
79
totur með götum, sem teygjast fram
þegar dýrið ætlar að „skjóta“. Síð-
an dragast hinir sterku þjóvökvar
snögglega saman, og þá senda kirtl-
arnir vökvann í tveimur mjóum
bunum að óvininum. í 30 sentimetra
fjarlægð frá sendistað mætast bun-
urnar og verða að einni. Þefdýrið
er býsna hittið, allt að fjórum metr-
um, og getur skotið allt að sex sinn-
um með stuttu millibili, en þá er
það lika nokkra klukkutíma að fylla
sig aftur.
Það er lyktarefnið sjálft — en
ekki stækjan af því, sem vinnur
mein dýrinu, sem fyrir því verður.
Efnið í því nefnist merkaptan, og
er brennisteinssamband sem brenn-
ir húðina, og getur orsakað blindu
um tíma, auk ógleði — sem stund-
um fylgja uppköst og meðvitund-
arleysi, ef dýrið, sem fyrir þessu
verður er ekki mjög hraust eða
stórt. Lyktarefnið er sjálflýsandi af
fósfór, og þegar veður er kyrrt,
finnst lyktin stundum um hálfs ann-
ars kílómetra vegalengd.
Lyktargjöfin er líka hið eina sem
þefdýrið gerir af sér gagnvart
mönnum. Sannleikurinn er sá að
dýrafræðingar telja það eitt af nyt-
sömustu dýrum úr flokki kjötæta,
sem til eru. Það étur aðra eins vá-
gesti og Kólóradóbjölluna, tóbaks-
plöntuorma og japanskar bjöllur.
New York ríki setti lög þefdýrinu
til verndar árið 1896, vegna þess að
menn töldu að það æti mikið af
lifrum þeim sem skemmdu humals-
uppskeruna.
Hver sá sem er nógu óhræddur
við þefdýrið til að koma sér að því
að skoða það þar sem það hefst við
að jafnaði, og þar sem það er eins
og það á að sér, hlýtur að fara að
dást að. þessu geðslega og góðlynda
dýri, sem er einn af prýðisgripum
náttúrunnar. Þegar ég var drengur
var ég oft að horfa á þefdýrin þar
sem þau brugðu á leik kringum
hlöðuna á bænum heima, þegar
skyggja tók og tunglsljós var orðið.
Einna skemmtilegast þótti mér að
sjá viðureign karldýranna um fengi-
tímann, sem er í febrúar eða nokkru
fyrr. í þeirri viðureign urra þeir og
hvína, snoppunga og löðrunga og
glefsa, en það er sjaldnast að neitt
verulega sér á þeim. Spýtingar koma
varla fyrir. Virðist vera þegjandi
samkomulag um það meðal þefdýra
að nota slíkt vopn ekki sín á meðal.
Eftir fengitímann snúa karldýrin
aftur frá samlagi við kvendýrin, og
gerast einhleypingar, en átta til níu
vikum síðar fæðir kvendýrið ung-
ana„ sem eru fjórir til átta saman.
Fyrstu þrjár vikurnar sem unginn
lifir, er hann blindur, tannlaus og
hárlaus. En það sézt þá þegar á
ljósri, hrjúfri húðinni, hvar lita-
skiptin muni verða milli svörtu og
hvítu háranna þegar þau koma.
Kvendýrið er umhyggjusöm móð-
ir, og fer fljótt að leiða þá með sér
í veiðiferðir í kvöldrökkrinu. Ung-
arnir elta hana í svo þéttri, einfaldri
röð, að það er líkast því að þeir séu
festir hver aftan í annan. Víki ein-
hver þeirra út úr röðinni, er móð-
irin fljót að slá til hans, svo hann
haldi röð.
Sú trú er algeng, þótt hún sé
röng, að þefdýr eigi sér enga óvini,
vegna þess hvert varnarvopn þeirra
er. Sumir segja jafnvel að hvítu