Úrval - 01.12.1968, Qupperneq 85
NÝBREYTNI í VAXMYNDASAFNI LUNDÚNA
83
samí'ellda sögu safns, sem jafnt og
þétt hefur dregið að sér fjölda
manns, ferðamenn og aðra. Á hverju
ári streymir hálf önnur milljón
manna, hvaðanæva af jörðunni um
sali þess, sem standa á þremur hæð-
um hins geysistóra vöruhúss, sem
safnið á við Marylebone Road í
Lundúnum. Það kemur, eins og frú
Tussaud sagði forðum, til þess að
„hreykjast með háum,‘“ því að safn-
ið gefur mönnum tilfinningu þess
að vera í félagsskap þeirra, sem
myndirnar eru af.
Safnmyndirnar eru þrungnar
sagnaarfi og sögulegum minnum, og
draugalegt þykir sumsstaðar, en nú
á dögum eru furðulegir hlutir að
gerast í Tussaud-sölum: þetta virðu-
lega safn er að taka upp rafeinda-
tækni. Auðvitað er enn hægt að sjá
hinar ævintýrakenndu myndir í
fullri stærð af Maríu Antoinettu,
Napóleon og hundruðum annarra
frægðarmanna fortíðarinnar. En
með hjálp hreyfiljósa og segulbands,
má nú sjá — og heyra — skara af
nýju fólki. Sýndu með nýjum að-
ferðum.
Til dæmis að taka, er nú komin
ný deild, rílmenningardeildin (pop),
sem nefnist: „Aðalmanneskjurnar
verða eilífar“. Þarna er Frank Si-
natra í fullri stærð og marar í kafi
í risastóru kampavínsglasi, en bólur
stíga upp úr munni hans í takt við
söng hans í laginu „Second Time
Around", sem spilað er samtímis.
Þegar ljósið er látið dofna á Sinatra,
birtir skyndilega kringum fjórar
myndir af Twiggy, og eru þrjár
þeirra í stíl við útstillingarstyttur í
búðarglugga, klæddar í nýjustu og
skrýtnustu tízku, en fjórða myndin
er tiltakanlega raunsönn vaxmynd,
sem gerð er eftir stúlkukindinni
sjálfri, og sýnir þetta föla, auðnu-
leysislega andlit og ólánlegan lík-
amsvöxt hennar. Úr einhverjum vel
földum hátalara glymur rödd henn-
ar „Greta Garbó er uppáhaldið
mitt.... Marilyn Monroe var alveg
dásamleg....“
Rödd Twiggy færist nú yfir í mjó-
hljóða skræki og skríkjur og er lát-
in lækka jafnframt því sem bítlar
taka að þrymja „Lafði Madonna“.
Hálfvaxnar stelpur þyrpast undir-
eins að, en fullorðna fólkið hristir
höfuðið í vandlætingu, og snýr sér
þangað sem Richard Burton og
Elizabeth Taylor sjást vera að koma
út úr Lundúnahóteli í úrhellis rign-
ingu, og heldur dyravörður yfir
þeim regnhlíf, en vaxmótaðir blaða-
menn láta dynja á þeim spurningar
eins og: „Hvaða morgunmat fékkstu
á hótelinu núna, ungfrú Taylor ....“
Af nýjum sýningum í Tussauds-
safni, er engin eins mikið sótt núna
og hin hroðalega sjóorrusta við
Trafalgar. Henni er komið fyrir á
tveim hæðum og fjögur hundruð
fermetrum gólfflatar, og eru þar
sýndir hlutar af tveimur þilförum
skipsins H.M.S. Victory, sem Nelson
stýrði. Á efra þilfari eru um fimm-
tíu sjóliðar, hörkulegir og grimm-
úðlegir, en sigurvissir þrátt fyrir
harða raun og mikil áföll. Sýnd eru
fallbyssuopin, öldugangurinn, reyk-
skýin og látin heyrast stríðsöskur
og neyðaróp og fallbyssuskot. Und-
an öllum þessum gauragangi flýr
safngesturinn niður á „orlogs“-þil-
farið, en þar er hinn vaski Nelson