Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
að hníga dauður í þessari umgerð
hinnar liðnu brezku herfrægðar.
Hinn bráðsnjalli frömuður allra
þessara nýju umbreytinga á sýn-
ingarháttum, er núverandi forstjóri
safnsins, Edward Gatacre, frjáls-
mannlegur og alúðleg'ur Oxfordmað-
ur, fertugur að aldri, en hann kom
að Tussauds-safninu fyrir fjórum
árum, og hafði áður starfað sem
húsateiknari og blaðamaður. „Við
ætlum ekkert að fara að breyta að-
al-einkennum hins gamla vax-
myndasafns," sagði hann, „því að
þannig hefur safnið dregið að sér
fjölmenni um langt skeið. En nú er
komin upp þessi fjölmennis-eftir-
spurn eftir fróðleik um nýumliðna
jafnt sem löngu liðna atburði. Sjón-
varp og útvarp vekja upp langanir
til að vita sem mest og nánast um
stjórnmálamenn og aðra sem mikið
ber á. Hér i Tussauds-safni geta
menn komizt að ýmsu.“
Það er enginn vafi á því. Þegar
komið er inn úr aðaldyrum, er
gengið upp nokkur þrep sem liggja
upp í Stóra salinn, og standa þar
saman Elísabet drottning önnur og
Filippus maður hennar, og er hún
í viðhafnarskikkj unni úr ljósbláa
flauelinu, sem opnast nægilega til
þess að einnig má sjá síða, daufbláa
atlaskkjólinn innanundir, sem
skreyttur er fjölmörgum smádem-
öntum.
Nálægt þeim stendur drottning-
armóðirin, og horfir yfir hitt fólkið
úr hinni konunglegu fjölskyldu,
prúðbúna karla og konur, og bera
konurnar sérlega langa, hvíta glófa
við glæsta danskjóla, en karlar í
lafajökkum með snjóhvítar bryst-
ingar og hálslín. í miðjum salnum
situr Churchill, önnum kafinn við
myndlistarstarfa sinn, en standandi
í fullri líkamsstærð eru aðrir brezk-
ir stjórnmálamenn og forsetar
Bandaríkjanna: Washington, Jeffer-
son, Theodor Roosevelt, Taft, Wood-
row Wilson F.D.R., Trúman, og Ike,
J. Kennedy og núverandi (en hann
var mótaður í vax af barnabarna-
barni frú Tussauds: Bernard Tuss-
aud).
Þegar gengið er út úr Stóra saln-
um blasa við vöxtulegar og vel lag-
aðar líkamsmyndir Díönu Dors og
Soffíu Lóren, og þaðan liggur stigi
upp á efsta loft. Þar er geymd, í
hálfdimmu herbergi, stúlkumynd,
sem kölluð er Sofandi unaðssemd,
og breiðist sítt hár hennar um hvít-
an koddann, en brjóstið hefst og
hnígur. Gestirnir horfa frá sér
numdir á. „Líttu á, pabbi, hún and-
ar!“ kallar lítil rauðhærð stúlka,
sem hleypur til og frá í geðshrær-
ingu. „Það er rétt, litla mín,“ segir
faðir hennar og snýr sér að konu
sinni: „Ég var rétt orðinn fimm ára,
þegar móðir mín kom með mig
hingað í fyrsta sinn, og sagði mér
að taka eftir andardrættinum. Ég
hélt líka að hún væri lifandi.“
Önnur sýning sem margir koma
á, er Konungasalurinn. Þar má sjá
hina löngu og tilkomumikla kon-
ungaröð Englands, allt frá Vilhjálmi
bastarði til Georgs sjötta, og dóttur
hans, núverandi drottningar. (Síð-
an 1809 hafa allir Bretakonungar
setið fyrir hjá myndasmiðum safns-
ins). Alltaf er mest ókyrrð á safn-
gestum umhverfis Hinrik áttunda,
þar sem hann sést mæna á eigin-