Úrval - 01.12.1968, Síða 89
Faraldrar ígerða og blóðeitrunar komu
upp á sjúkraliúsunum og urðu mörgum
að bana, en aðrir urðu öryrkjar ævilangt.
Þessir faraldrar voru svo tíðir, að þeir
voru taldir sjálfsagðir fylgifiskar skurð-
aðgerða. Maðunnn sem leysti þetta
vandamál var Joseph Lister, en hann
verður að teljast faðir nútímaskurð-
lækninga, ásamt þeim, sem fundu upp
svæfingarlyfin.
Josep Lister
Eftir RONALD SETH
í byrjun nítjándu ald-
arinnar var það al-
mennt viðurkennt af
m skurðlæknum, að mað-
ur sem gengi undir
skurðaðgerð, væri í meiri lífshættu
en hermaður á vígvelli. Faraldrar
ígerða og blóðeitrunar komu upp
á sjúkrahúsunum og urðu mörg-
um að bana, en aðrir urðu öryrkj-
ar ævilangt. Þessir faraldrar voru
svo tíðir, að þeir voru taldir sjálf-
sagðir fylgifiskar skurðaðgerða.
Dauðsföllin á sjúkrahúsunum voru
svo óskapleg, að þau hindruðu þró-
un skurðtækninnar, einkum eftir
að svæfingarlyfin höfðu verið fund-
in upp, en þau gáfu læknum næg-
an tíma til aðgerða, sem áður höfðu
verið óframkvæmanlegar. En hvað
þýddi raunar að auka tækni í skurð-
lækningum, þegar sjúklingurinn dó
úr blóðeitrun hvort sem var? Mað-
urinn, sem leysti þetta vandamál
var Joseph Lister, en hann verður
að teljast faðir nútímaskurðlækn-
inga, ásamt þeim, sem fundu upp
svæfingarlyfin.
Skömmu eftir að Lister fór að
nema skurðlæknisfræði, varð hann
vottur að fyrsta uppskurðinum á
Bretlandi, sem framkvæmdur var
Great Lives
87