Úrval - 01.12.1968, Síða 92
90
Krímstríðið, er þá geisaði. Hann
dó úr kóleru skömmu síðar og List-
er var veitt staða hans.
Hann einbeitti sér nú fyrir al-
vöru að starfi sínu, en gaf sér þó
tíma til að gifta sig vorið 1856.
Kona hans var Agnes Symes, og
þar sem hún var ekki kvekari, varð
hann að yfirgefa trúflokk sinn.
Þau eyddu hveitibrauðsdögunum í
að heimsækja fjölmörg sjúkrahús á
meginlandinu og komu meðal ann-
ars til Frakklands, Þýzkalands,
Austurríkis og Ítalíu.
Auk embættisstarfanna hélt List-
er áfram rannsóknum sínum og
sneri sér nú að storknun blóðsins,
en verkefnið, reyndist svo flókið að
hann sá fram á, að hann mundi
ekki komast að neinni niðurstðu.
Þrem árum etfir giftinguna var
hamingjan honum enn hliðholl.
Honum var boðið að gerast pró-
fessor í skurðlækningum í Glasgow.
Hann var í nokkrum vafa um hvort
han ætti að taka boðinu og leitaði
því ráða hjá föður sínum eins og
hann var vanur. Faðir hans gaf
honum það ráð, að hann skyldi taka
við starfinu, ef hann treysti
sér til að gegna því sómasamlega.
Þannig atvikaðist það, að Lister
fluttist til Glasgow árið 1860, og
það var þar, á hans eigin sjúkra-
húsi, að hann fór að velta fyrir sér
vandamálinu með ígerðir og blóð-
eitrun eftir skurðaðgerðir og ákvað
að gera eitthvað til að vinna gegn
því böli.
f fyrstu var Lister á sömu skoð-
un og aðrir skurðlæknar, að blóð-
eitrunin stafaði af menguðu lofti í
sjúkrastofunum og sóttkveikjurnar
ÚRVAL
bærust þannig frá einum sjúklingi
til annars. Fyrsta ráðstöfun hans
var þess vegna í því fólgin, að hafa
bil milli rúmanna. Þegar þetta
dugði ekki, vissi hann að orsökin
hlaut að vera önnur. Hann hélt
áfram að gera tilraunir, en það var
ekki fyrr en einn starfsbróðir hans
minntist af tilviljun á kenningu
Pasteurs um gerjun og rotnun, að
hann fór að kynna sér þessi fræði
nánar, og fór að gera sér vonir um
að leysa ráðgátuna.
Lister byrjaði á því að endur-
taka tilraunir Pasteurs, til þess að
öðlast hagnýta reynslu. Þegar þess-
ar tilraunir sönnuðu, að örsmáir
rotnunargerlar berast með loftinu,
datt Lister í hug, að sama máli
gegndi um ígerðarsýkla. Hann af-
réð því að gera tilraun með eina
skurðaðgerð. Hann ákvað að velja
sérstak sártegund og gera allar
hugsanlegar ráðstafanir til þess að
fyrirbyggja, að ryk og sýklar úr
loftinu kæmust í það. Sárið, sem
han valdi var opið beinbrot. Spurn-
ingin var, hvernig gat hann varið
það fyrir ryki og sýklum?
Pasteur hafði sýnt fram á, að
gerlum mátti eyða með þrennu
móti: Með síun, hita og sóttvarnar-
efnum. Lister var ljóst, að einung-
is þriðja aðferðin gat komið til
greina í þessu tilfelli.
Þegar hann gerði aðgerðina,
hreinsaði hann því hörundið kring-
um sárið með karbolsýru og að
lokum sótthreinsaði hann sárið
sjálft með sama efni. Enda þótt
þetta kæmi í veg fyrir blóðeitrun-
ina, þoldi húðin illa hið sterka eit-
ur, og Lister lagði því kapp á að