Úrval - 01.12.1968, Síða 104
102
ÚRVAL
svo lengdist vinnutíminn smám
saman, þangaS til ég var farinn að
vinna þar fullan vinnudag. Sú
blekking, að ég hefði ekki verið í
neinni raunverulegri lífshættu,
styrkti mig, og þá sérstaklega þar
sem ég fann nú ekki framar til
hjartakveisu né neinna verkja í
brjóstholi.
En samt fannst mér það öruggara
að láta prófessor Velva Schrire
fylgjast með heilsu minni, en hann
er helzti hjartasérfræðingur í
Höfðaborg og hefur nú hlotið al-
þjóðlega frægð á þessu sviði.
(Prófessor Schrire er forstöðumað-
ur hjartadeildarinnar við Groote
Schuur-sjúkrahúsið, og hefur verið
nefndur „heilinn“ að baki sérfræð-
ingahóps þess, sem hefur fengizt
þar við hjartaflutninga).
Hann var augsýnilega ánægður
með heilbrigðisástand mitt, þegar
hann skoðaði mig. Allar upplýsing-
ar um sjúkdómstilfelli mitt voru
settar inn á spjaldskrá til geymslu,
og svo sagði hann mér, að ég skyldi
koma í árlega læknisskoðun í ör-
yggisskyni. En ég átti að setja mig
tafarlaust í samband við hann ef
eitthvað „óvænt“ gerðist.
Mér voru nú geíin blóðþynning-
armeðul sem ég átti að taka inn
reglulega. Og mér var sagt að koma
í blóðprófun mánaðarlega til pro-
thrombinundirdeildar hj artadeildar-
innar á Groote Schuursjúkrahús-
inu, svo að. unnt reyndist að
ákvarða jafnan nákvæmlega hæfi-
lega lyfjagjöf fyrir mig. Mér var
fyrirskipað fitulaust matarræði, og
mátti ég ekki heldur borða nema
2 egg á viku. Mér til samlætis hætti
fjölskylda mín nú að drekka venju-
lega nýmjólk og fór að drekka und-
anrennu, og var tylliástæðan sú,
að þetta væri gert í megrunarskyni.
Árlegar heimsóknir mínar til
Schrire prófessors urðu mér til
uppörvunar. Hann áleit bata minn
alveg einstakan, og mér varð því
næstum aldrei hugsað' til hjarta-
slagsins, sem ég hafði fengið árið
1955. gem örlagatrúarmaður lifði
ég nú aðeins fyrir líðandi stund, en
lét hugann ekki dvelja við fortíð-
ina. Ég áleit, að ég væri einn hinna
heppnu, sem fengið hafði aðvörun,
áður en sjúkleikinn gæti þróazt
upp í að verða eitthvað enn alvar-
legra.
„DAGAR HANS ERU TALDIR“
En ástand þetta breyttist svo í
janúarmánuði árið 1967. Þá fór ég
að þreytast mjög við störf mín og
varð oft alveg örmagna í tann-
lækningastofunni. Nú fór vinnan
að verða mér byrði. Og með hverj-
um deginum, sem leið, hafði ég
þörf fyrir meiri hvíld heima og
einnig á milli þess, sem ég tók á
móti hinum einstöku viðskiptavin-
um í tannlækningastofunni. Nú fór
ég að hvíla mig í tannlækninga-
stólnum í hádegismatartímanum í
stað þess að fara í mat, en samt
þurfti ég að beita sjálfan mig hörðu
til þess að geta haldið áfram störf-
um síðari hluta dags, þar eð vinn-
an var orðin mér slíkt geysilegt
átak.
En samt grunaði mig ekki, að
þessi vanlíðan mín væri af völdum
hjartakvilla. Það var langur tími
liðinn frá hjartaslaginu og ég áleit